Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
sækja hana. í sumar dríf ég upp nóga peninga, því margir fást til að lána
Oddakirkju, sem fé hafa, enda er það hættulaust, hún á stóreignir.
Fjórar-fimm tylftir af borðum þyrfti ég til vara, ef innan þiljur ekki
sendast.
Svo fel ég málið Guði og þér!
Þinn elskandi vinur,
meðan heiti hér
og hinum megin
Matthías Jochumsson.
Ég vona að „fragtin“ verði svo ódýr sem mögulegt er. Um basl hér og
bágindi, kröggur mínar etc. skrifaði ég ekki neitt - en ekki baða ég eða ná-
unginn í rósum.
Hér með vottast að í næstliðnum fardögum átti Odda kirkja 1357,68 kr.
í sjóði, þar af geymt í sparisjóði í Reykjavík 1232,13 kr. - að við seinustu
úttekt var viðtakanda svarað 757,87 kr. sem álag á kirkjuna, og að kirkjan
lagði næstliðið ár upp sem afgang frá þörfum sínum 125,55 kr., en sem
búast má við að verði nokkuð (sic) minna á næstu árum vegna afleiðinga
þess harðæris, sem nú er.
Breiðabólsstað 5. marzmán. 1883
Skúli Gíslason.
Odda 9. marz 1883.
Elsku vin og bróðir!
í viðbót við hitt hréfið, sem ég varð að skrifa í flaustri (hvar í ég bað
þig að senda ekki innanþiljur né innan smíði í kkjuna, en að öðrul. eins og
þú ráðgerir, og reyna að fá lán hjá Muus, ef biskup sendir ekki nóg).
Þessi kirkja liggur þungt á mér, því hún setur mig í botnlausar skuldir.
Auk þess sem ég í sumar skulda landssjóði 1600 kr., sem ég er að biðja
uppgjafar á vegna harðærisins og rýrnunar á brauðinu, þá gjöri ég mitt
ýtrasta að fæða hér mitt þunga hús, sitja fyrir mestu ánauð gesta og
fátæklinga og halda í horfi uppkvalnings húi, sem byrjað var með van-
efnum, og viðhalda stað og kúgildum - 3 kúgildi féllu og 3 voru rekin
heim á mig, og þau hef ég öll tekið skriflega til ábyrgðar. Ég er því í meiri
fjárkröggum en ég hef nokkru sinni áður verið, þó tekjur séu miklar í orði
kveðnu, enda ná þær ekki nærri því upphæð þeirri, sem mat alls prestak[alls-
ins] hljóðaði upp á - auk 700 kr. ársgjaldsins. Að slengja slíkri ábyrgð
286