Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 99
A ndmœlarœða
rétt, en bendi þó á, að dæmin eru full-
fá til þess að gera hana algerlega
óyggjandi. En með því að doktors-
efni hefir orðtekið að þessu leyti
flest höfuðrit frá framan greindu
tímabili, er mér til efs, að frekari
leit breytti þessari sennilegu niður-
stöðu.
Um aldur breytinganna hefir höf-
undur þetta að segja: Hann hyggur,
að tvítala hafi sennilega byrjað að
hverfa í 2. persónu í máli þeirra, sem
fæddir voru um 1600 - með einhverj-
um frávikum til eða frá í einstökum
landshlutum. Um þetta atriði kveðst
doktorsefni ekki geta verið nákvæm-
ari vegna skorts á dæmum um 2.
persónufornafn. Um 1. persónufor-
nafnið segir doktorsefni, að breyting
þess hafi hafizt á Suðurlandi í máli
þeirra, sem fæddir eru skömmu eftir
1600, á Norðurlandi í máli manna
fæddra um 1650 og um líkt leyti
á Norðvesturlandi og vesturhluta
Norðurlands. Fastheldnastir munu
þeir hafa verið, sem fæddir voru á
norðurhluta Vesturlands, því að
breytingin virðist fyrst koma í máli
þeirra, sem fæddir eru um 1690. Sjá
bls. 87. Þessar niðurstöður eru í fullu
samræmi við dæmasafn höfundar. Ef
þessar niðurstöður eru réttar - og ég
hygg, að svo sé í meginatriðum, má
búast við, að til hafi verið á íslandi
fólk mestan hluta átjándu aldar, sem
eðlilegt hafi verið að gera greinar-
mun á tvítölu og fleirtölu. Er þá gert
ráð fyrir, að nýhreytni í máli taki
90 ár að sigra að fullu. Ég slæ þessu
aðeins fram, því að svo virðist sem
málbreytingar taki mjög mislangan
tíma.
í upphafi 5. kafla bókar sinnar get-
ur doktorsefni þess, að tvítala hafi
horfið í mörgum málum öðrum en
íslenzku. Ræðir hann m. a. skoðanir
Meillets og Hirts, sem héldu því fram,
að hér væri um almenna hneigð í
menningarþróun að ræða, einnig
væri hér á ferðinni einföldun beyg-
ingarkerfis, og svipaðar skoðanir
hafa einnig aðrir látið í ljós. Höf-
undur télur þessar skoðanir forvitni-
legar, en kveður litla stoð í þeim,
sbr. bls. 94. Ég vík aðeins að þessum
atriðum síðar.
Doktorsefni hyggur, að þróunin í
íslenzku sé að mörgu leyti sérstæð, t.
d. að tvítöluformin hafi ekki horfið,
þegar tvítölumerkingin hvarf, heldur
fengið aðra merkingu. Hér virðist
höfundur aðeins hafa persónufor-
nöfnin í huga. En í þessu sambandi
hefði þó mátt ræða hvarf eignarfor-
nafnanna, enda höfðu þau orðið út
undan áður, eins og á hefir verið
hent.
Þá er það rakið á bls. 95, að Brug-
mann hafi borið saman þróunina í
fhþ. og ísl. og bent á, að í fornís-
lenzku hafi komið fyrir orðasam-
hönd eins og vit báðir, it tueir o. s.
frv., og eiga þau sér samsvörun í
20 TMM
305