Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 9
Tvö viðtöl utn íslenzka stjórnmálasögu
svo að segja í daglegri baráttu fyrir rétti þessara manna til að lifa. í júlí
1932 varð mikill liðssafnaður og bardagi við lögregluna í Reykjavík, for-
ingjarnir, sem flestir voru kommúnistar, voru fangelsaðir og dæmdir upp á
vatn og brauð fyrir að neita að svara fyrir rétti, en látnir lausir að lokinni
mörg þúsund manna kröfugöngu til fangahússins. Alkunnastur í sögunni er
bardaginn við lögregluna í sambandi við liðssafnað á bæjarstjórnarfund 9.
nóv. þá um haustið. Þá átti að lækka kaup verkamanna í atvinnubótavinn-
unni um þriðjung. Það tókst að koma í veg fyrir að fundurinn næði að af-
greiða málið og að knýja meirihluta bæjarstjórnar til þess að hætta við kaup-
lækkunaráformin. En fjöldi manna, þar á meðal flestir forustumenn komm-
únista, voru dæmdir í margra mánaða fangelsisvist. Árið eftir varð fjögurra
vikna verkfall í járniðnaðinum undir forustu kommúnista, sem vannst að
mestu leyti. Sama ár varð hið fræga Nóvuverkfall á Akureyri, sem lauk með
sigri þrátt fyrir herútboð af hálfu yfirstéttarinnar með stuðningi Alþýðu-
flokksins. Árið eftir urðu sambærileg átök á Siglufirði, hin svokallaða Detti-
fossdeila. Þá var boðið út liði gegn verkamönnum, vopnuðu slökkvidælum,
bareflum og grjóti, og að því stóðu bæði borgarar og Alþýðuflokksmenn.
Þarna varð verkalýðurinn líka sigursæll. En á þessu tímabili voru kommún-
istar líka alls staðar forustuaflið í samfylkingarbaráttu gegn hinum rísandi
fasisma. Kommúnistaflokkurinn reri að því öllum árum að sameina hin
klofnu verkalýðsfélög og að stofnað yrði óháð verkalýðssamband, eða með
öðrum orðum, að Alþýðusambandið yrði skilið frá Alþýðuflokknum. Hon-
um tókst að ná samstarfi við stóra hópa innan Alþýðuflokksins, sem risu
öndverðir gegn stefnu forustunnar. 1. maí 1935 varð kröfuganga kommúnista
í fyrsta skipti stærri en Alþýðuflokksins. Veturinn 1936-1937 safnaði Komm-
únistaflokkurinn á sjötta þúsund undirskriftum undir kröfur sínar um endur-
bætur á alþýðutryggingunum og þær voru líka samþykktar í flestum verka-
lýðsfélögum. í kosningunum 1937 hvatti flokkurinn kjósendur sína til þess
að greiða hinum vinstri flokkunum atkvæði, þar sem hann hefði ekki mann
í kjöri, en hvatti jafnframt kjósendur þessara sömu flokka að kjósa kommún-
ista, þar sem þeir væru í kjöri, og tryggja þannig ósigur versta afturhaldsins.
Ætli þetta allt sé ekki nóg skýring á kosningasigrinum 1937.
Þá er að athuga forsendur kosningasigurs Sósíalistaflokksins 1942. Um
áramótin 1941-1942 höfðu verkalýðsfélög, sem höfðu róttæka forustu, boð-
að til verkfalls frá fyrsta janúar. Ríkisstj órnin, sem var samstjórn allra flokka
nema Sósíalistaflokksins, svaraði með því, að láta samþykkja lög um bann
við öllum verkföllum og meiriháttar breytingum á kaupi á árinu 1942. Verka-
215