Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
björn : Galla?
JÓN: Já. Þú kynntist nú aldrei á henni nema sparihliðinni.
björn: Ætlarðu að fara að rægja hana látna?
JÓN: Hún var óttaleg tildurrófa. Og heimtufrek.
björn: Þú lýgur því sem þú ert langur til! Hún var ekki bara lifandi kona,
hún var hka góð kona. Þú bjóst með henni í 48 ár og uppgötvaðir það
aldrei. Ég var með henni stöku sinnum í nokkra mánuði og fann það strax.
Þarna sérðu á okkur muninn.
JÓN: Jaseisei. Guðný mín bara orðin nokkurskonar María mey.
(Stutt þögn.J
björn: María mey, já. Hún hélt framhjá Jósep, var það ekki?
JÓn: Jú, en ... en það er nú allt annar handleggur.
BJÖrn: Ég er enginn guð, ég veit það. En þú ert Jósep. Bölvaður ekkisen
Jósep. Það er mergurinn málsins.
(Það er bankað. Nœturvaktin kemur inn.)
NÆTURVAKTIN: Hérna er svefnpillan þín, Jón minn.
björn: Þarf hann nú svefnpillu, búinn að búa með henni Guðnýju í 48 ár!
NÆTURVAKTIN: Ha?
JÓn: Það er nú kannski einmitt vegna þess að ég bjó með henni í 48 ár að
ég þarf svefnpillu.
björn : Heyrðu telpa mín, þú sem ert ung og fönguleg og kannski lifandi
bka...
NÆTUrvaktin: Lifandi?
BJÖRN: Þykir þér vænt um manninn þinn?
NÆTURVAKTIN: Ha? Já, já vitanlega.
BJÖRN: Nei, það er sko ekkert vitanlega. Ég veit um konu sem bjó með
manni í 48 ár og þótti ekkert vænt um hann.
JÓN: Og ég veit um konu sem hélt við kjaftask í nokkra mánuði og sá eftir
því allt sitt líf.
NÆTURVAKTIN: Ég skil ekki...
BjÖRN: En segjum nú svo að þú kynnist öðrum manni. Og þér þykir ekki
síður vænt um hann en eiginmanninn, ræfilstuskuna þá arna. Og þeim
þykir auðvitað báðum vænt um þig. Hvað gerirðu þá?
NÆTURVAKTIN: Ég... ég verð auðvitað að velja annanhvorn þeirra.
björn: Velja segirðu. Gott og vel, þú velur annan, og sennilega þann verri.
En ef þú ert einstök kona - sem ég get nú bara best trúað að þú sért -
244