Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
Mismunandi afstaða til austurs og vesturs eða til sósíalískra og kapítal-
ískra landa sagði til sín í íslenzkum stjórnmálum allt frá lokum fyrri heims-
styrjaldarinnar og sigri byltingarinnar í Rússlandi. Eftir síðari heimsstyrj-
öld varð hún mjög ríkur þáttur í baráttu allra hinna flokkanna gegn Sósíal-
istaflokknum eftir að kalda stríðið hófst, en það er oft talið hefjast með
Fultonræðu Churchills í marz 1946, einmitt sama árið og nýsköpunarstjórnin
klofnaði vegna Keflavíkursamningsins.
Hvað töldu sósíalistar að byggi að bahi herstöðvabeiðni Bandaríhjanna
1945?
Að baki beiðninni töldum við húa hernaðarlega hagsmuni Bandaríkjanna.
Þau töldu ísland blátt áfram hernaðarlega mikilvægt. Það var okkar skoðun,
að Jressum viðbúnaði Bandaríkjamanna væri ekki sízt beint gegn Vestur-
evrópu, hugsaður sem ógnun gegn hinni róttæku hreyfingu í Evrópu. Þeir
töldu auðvaldsskipulagið vera í bráðri hættu vegna þróunarinnar í Vestur-
evrópu.
Hvers vegna dróst það svo mjög, að íslenzha ríkisstjórnin shýrði opin-
berlega frá þessum tilmœlum Bandaríhjanna? Voru um það shiptar shoð-
anir innan ríkisstjórnarinnar, hvernig svara bœri beiðninni?
Eins og kunnugt er, svaraði ríkisstjórnin neitandi beiðni Bandaríkjanna
um herstöðvar til 99 ára 1945, en tók þó fram, að hún vildi ræða við stjórn
Bandaríkjanna um öryggismál í sambandi við inngöngu íslands í Sameinuðu
þjóðirnar. Það tók einn og hálfan mánuð að fá þetta svar afgreitt. Sósíal-
istaflokkurinn lagði til, að í svarinu yrði beinlínis lýst yfir, að við vildum
alls ekki leigja Bandaríkjunum né nokkru öðru stórveldi herstöðvar, og að
felld yrði niður sú setning í svarinu, sem gaf í skyn, að við værum til við-
ræðu um slíka hluti. Þetta vildu hinir flokkarnir ekki fallast á. Við lýstum
yfir því strax í upphafi, að það varðaði stjórnarslitum, ef beiðninni yrði
svarað játandi. Við höfum alla tíð litið svo á, að þetta hafi riðið bagga-
muninn og komið í veg fyrir miklu verri samning en Keflavíkursamningur-
inn þó var.
Bandaríkin fóru fram á að fá þrjár herstöðvar, í Keflavík, Hvalfirði og
Skerjafirði, og þær áttu að vera algerlega lokaðar. Ólafur Thors sagði seinna,
í ræðu 1946, að samningstíminn hefði átt að vera svona langur, vegna þess
að þau ætluðu að leggja í mikinn kostnað. Síðan hætti hann við: „Þetta
áttu að vera voldugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum
218