Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 103
Umsagnir um bækur
FRANSKA BYLTINGIN
Utgáfufélagið Mál og menning hefur gefið
út tveggja binda rit um Frönsku bylting-
una eftir Albert Matliiez í þýðingu Lofts
Guttormssonar.1 Loksins eiga íslendingar
kost á að kynnast byltingunni miklu,
þrumuskelfi nútíðarsögu, rauðglóandi út úr
afli smiðjunnar, franskri sagnfræði. Og
smiðurinn var ekki valinn af verri end-
anum: Albert Mathiez, er birti byltingar-
sögu sína á árunum 1921-1924. í sögu-
rannsóknum á byltingunni á þessari öld
skipar hann tvímælalaust miðlægan sess,
og þótt saga hans sé orðin nokkuð við
aldur hafa franskir sagnfræðingar í hálfa
öld ekki komizt hjá að feta þá slóð er
hann ruddi. Byltingarsaga Mathiez er
sístætt verk í þeim skilningi að niðjar
hans í sagnfræði fá ekki með neinu móti
varpað honum fyrir róða. Enginn sagn-
fræðingur frönsku byltingarinnar, sem vill
ekki kafna undir nafni, getur komizt hjá
að taka mið af vinnubrögðum hans og
rannsóknaraðferðum og tjáningu. En því
fer að sjálfsögðu víðs fjarri, að niðurstöð-
ur og sögulegur úrskurður Mathiez fái í
öllum efnum staðizt hina hvössu og sleitu-
lausu tönn tímans. 011 vísindi mannanna
eru undirorpin jámhörðu lögmáli endur-
skoðunarinnar - og í því efni eru hin svo-
kölluðu raunvísindi sannarlega engin und-
1 Fyrra bindi 1972, 296 bls. auk mynda.
Síðara bindi 1973, 359 bls. auk mynda.
antekning - og þess vegna þurfa þau ekki
að fitja upp á sitt konunglega nef þótt
sagnfræðin verði jafnan að gera nýja út-
tekt á búi sínu, sem stundum líkist dánar-
búi. Aðal allrar alvarlegrar sagnfræði er
linnulaus endurskoðun - revisjón. Þessa
gætir ekki sízt um hinar djúpstæðu rann-
sóknir sem franskir sagnfræðingar hafa
unnið að á sviði efnahagssögu og félags-
málasögu Frakklands fyrir og eftir bylting-
una og dýpkað alla drætti í ásýnd liennar,
bætt við æ fleiri blæbrigðum í hina lit-
ríku og margslungnu tíglamynd byltingar-
innar. En öll stendur hin yngri kynslóð
franskra sagnfræðinga í ómetanlegri þakk-
arskuld við byltingarsögu Alberts Mathiez
og sérrannsóknir hans.
Um það má deila, hvar setja eigi frönsku
byltingunni tímamörk. Á að miða við
termidor, hitamánuðinn samkvæmt tíma-
tali byltingarinnar, aftöku Robespierres og
félaga hans (29. júlí 1794) eða við bru-
maire, þokumánuðinn, (10. nóvember
1799), er Napóleon Bonaparte framdi
stjórnlagarofið. Mathiez lýkur sögu sinni í
termidormánuði, er veldi Jakobína var
steypt af stóli, ætlun hans var að skrifa
byltingarsögunna allt fram að upphafi
keisaradæmisins, en honum entist ekki
aldur til þess. Algengast er að miða
frönsku byltinguna við áratuginn 1789-
1799, svo sem gert er í nýjustu safnverk-
um, til að mynda Fischer Weltgeschichte,
26. bindi: Das Zeitalter der europaischen
Revolutionen, eða hina frábæru byltingar-
309