Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar menn aflýstu að vísu verkföllunum, en komu ekki til vinnu allan janúarmán- uð. Þá var tekin upp ný aðferð, svokallaður skæruhernaður, lögð var niður vinna á einstökum vinnustöðum þar til atvinnurekendur neyddust til að semja. Þannig tókst að stórhækka kaup stórra hópa verkamanna, svo að ekki var stætt á því að halda kaupþvingunarlögunum til streitu. Þau urðu ónýtt pappírsgagn og Alþingi felldi þau úr gildi. 011 þessi barátta var undir for- ustu Sósíalistaflokksins og meginástæðan fyrir hinum mikla kosningasigri hans í tvennum kosningum um sumarið. Við þetta bættist, að um allan heim voru róttækir sósíalistar og kommúnistar í broddi fylkingar í baráttu þjóð- anna gegn einum mesta ógnvaldi mannkynsins, fasismanum, og nutu mikill- ar aðdáunar allra andfasista. Síðustu spurningunni, hvort beint framhald hefði getað orðið á þessu við breyttar aðstæður, er ekki hægt að svara. Það er alveg tilgangslaust, að vera með bollaleggingar um það, hvað hefði gerzt í þessu tilfellinu eða hinu, ef rás sögunnar hefði orðið einhvern veginn öðruvísi. Hins vegar er rétt að benda á, að þessi mikla fylgisaukning var eins og flóðalda, og það er mjög sjaldgæft að slíkar öldur hnigi ekki aftur. Hitt er miklu athyglisverðara, að Sósíalistaflokkurinn hélt fylgi sínu óskertu í næstu kosningum í lok nýsköp- unartímabilsins. Var stofnun Sósíálistaflokksins - samruninn við Héðin samkvœmt línu að utan? Var það heilladrjúgt fyrir Kommúnistaflokkinn? Stofnun Sósíalistaflokksins var svo sannarlega ekki samkvæmt línu að ut- an, heldur má segja, að þetta hafi verið brautryðjendaverk, sem vakti mikla athygli meðal kommúnista og sósíalista í öðrum löndum. Hún átti víst ekkert fordæmi með einni undantekningu, sem ég man, en það var sameiningar- flokkur, sem varð til í borgarastríðinu á Spáni, í Katalóníu. Þetta var að mínum dómi mjög heilladrjúgt fyrir íslenzka sósíalista. Þarna sameinuðust íslenzkir sósíalistar, sem áttu flest sameiginlegt, í einum flokki. Héðinn Valdemarsson yfirgaf að vísu flokkinn vegna ágreinings um utanríkismál, ásamt litlum hópi, en margir þeirra komu aftur. Úr Alþýðuflokknum komu margir ágætismenn og vil ég þar fyrstan nefna slíkan öndvegismann sem Sigfús Sigurhjartarson. Samstarfið milli þeirra, sem komu úr Kommúnista- flokknum og Alþýðuflokknum reyndist með ágætum, og þegar skiptar skoð- anir voru í flokknum síðar um einstök mál, þá var síður en svo, að afstaða manna færi eftir því, úr hvorum flokknum þeir komu, og á það var aldrei minnzt. 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.