Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 17
Pablo Neruda
Magellans-hjartað
(1519)
Hvaðan er ég, spyr ég mig stundum, hvaðan úr djöflinum
kem ég, hvaða dagur er í dag, hvað hefur gerzt,
spyr ég rámur, úr miSjum svefni, miSju tré, miSri nótt,
og alda rís eins og augnlok, dagur
fæSist af henni: elding meS tígrishvofti.
Ég hrekk upp af svefni um hánótt og hugsa um suðuroddann
Dagurinn kemur og spyr mig: „HeyrirSu
í kyrrlátu vatninu, vatninu,
vatninu
viS Patagóníustrendur?“
Og ég svara: „Já herra, ég heyri.“
Dagurinn kemur og segir: „Villiær,
langt uppi á landi, sleikir hélaSan Ht
steins. HeyrirSu ekki jarminn, kannastu ekki
viS bláan storminn, sem heldur á skál tunglsins
í hendinni, sérSu ekki hjörSina, sérSu ekki fingurinn
snerta ölduna og lífiS meS holum baug?“
Ég minnist einmanaleika Sundsins
Löng nóttin, furan, fylgja mér á leiS.
Og dauf sýran, þreytan, tunnulokiS,
allt sem ég á steypist.
Snjókorn grætur án afláts viS dyrnar
og sýnir ljósan og snjáSan klæSnaS
halastjörnu sem leitar mín meS snökti.
Enginn kemur auga á stormsveipinn, víSáttuna, öskur
loftsins á sléttunum.
Ég nálgast og segi: förum. Ég snerti suSriS, ég renn
223