Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
Frá Lurkasteini út að Gili í Oxnadal eru aðeins fjórir km en þó er þessi
leið sporadrjúg svöngum strák og göngulúnum. Það var komið fram yfir
miðnætti þegar ég loksins opnaði dyrnar á fjárhúskofanum og lét Stjama
inn.
Jónsmessunóttin var setzt á túnið og það var dögg á grasi, ég fór úr sokk-
unum og óð grasið berfættur, og lagðist á hné til að sleikja stráin, og þar
með hafði ég öðlazt þá hamingju sem Jónsmessunótt getur veitt dauðleg-
um manni.
Á gönguferð um Öxnadalsheiði á vordögum 1919, kom ég á fjögur eyði-
býli sem öll eru í Skagafjarðarsýslu. í fj allskinninni vestan Grjótár, sem
er á sýslumörkum Eyjafjarðar og Skagafjarðarsýslu, var kot eitt sem Þverá
hét og markaði þar fyrir tóttum og þar var enn túngresi á svæði nokkru
kringum tóttarbrotin, eins var túngarður merkj anlegur. Að þarna væri kot-
býli á heiðinni er eingöngu við munnmæli að styðjast, en það sagði mér
Tómas Tómasson bóndi á Auðnum í Öxnadal, sem var manna kunnugastur
á þessum slóðum, að þarna hefði verið búið, en kotið farið í eyði í Svarta-
dauða. Það var mér og sagt að löngu seinna eða um það bil sem Bakkasel
var fyrst byggt - 1850 - hafi blásnauðar manneskjur og ábýlislausar hrófað
upp bæ á Þverártóttum og búið þar um skeið, en hvergi hef ég séð þetta
kot skrásett. Áður en Öxnadalsheiðin var gjörð að girtum sumarhögum fyrir
stóð Skagfirðinga, hefur verið reytingsheyskapur á heiðinni og nægilegt
beitiland og því er líklegt að fátækt fólk á þeim tímum jarðnæðisleysis hafi
hokrað á grassnöggu landi, þar sem landrými var nóg, en erfiður hefur sá
búskapur verið, langt til aðdrátta og veður oft válynd á vetrum. Það fólk
hefur lifað á afurðum ásauða á sumrum eftir fráfærur, kjöt hefur verið
aðalfæðan á veturna og stuðst við fjallagrös, það hefur unnið öll sín föt úr
ullinni og haft til eldiviðar lélegan svörð og hrís.
Nokkru vestar á Öxnadalsheiðinni, í Skógarhlíðinni, var annað býli,
Skógarnes, og stendur rétt vestan við Dagdvelju, þar eru miklu betri veður-
skilyrði en á Þverá, þó skammt sé milli bæja, en tún og engi hafa sízt verið
meiri eða betri, útbeit brást þar aldrei, í Skógarhlíðinni festir sjaldan snjó.
Sennilegt er að sá skógur sem þarna var fyrrum, hafi gjöreyðzt til eldiviðar
og tróðs eða áreftis. Bæjarstæðið er á árgljúfurbarmi. Þarna sá ég eitt sinn
afturgöngur, og í rústum bæjarins voru grafin upp bein, forn, fyrir nokkru,
og er það skrásett, og myndfest. Við bæjardyrum í Skógamesi blasti Krók-
árdalur, en í gilinu undan bænum skiftast leiðir á Öxnadalsheiði og Krók-
árdal.
262