Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 56
Tímarit Máls og menningar Frá Lurkasteini út að Gili í Oxnadal eru aðeins fjórir km en þó er þessi leið sporadrjúg svöngum strák og göngulúnum. Það var komið fram yfir miðnætti þegar ég loksins opnaði dyrnar á fjárhúskofanum og lét Stjama inn. Jónsmessunóttin var setzt á túnið og það var dögg á grasi, ég fór úr sokk- unum og óð grasið berfættur, og lagðist á hné til að sleikja stráin, og þar með hafði ég öðlazt þá hamingju sem Jónsmessunótt getur veitt dauðleg- um manni. Á gönguferð um Öxnadalsheiði á vordögum 1919, kom ég á fjögur eyði- býli sem öll eru í Skagafjarðarsýslu. í fj allskinninni vestan Grjótár, sem er á sýslumörkum Eyjafjarðar og Skagafjarðarsýslu, var kot eitt sem Þverá hét og markaði þar fyrir tóttum og þar var enn túngresi á svæði nokkru kringum tóttarbrotin, eins var túngarður merkj anlegur. Að þarna væri kot- býli á heiðinni er eingöngu við munnmæli að styðjast, en það sagði mér Tómas Tómasson bóndi á Auðnum í Öxnadal, sem var manna kunnugastur á þessum slóðum, að þarna hefði verið búið, en kotið farið í eyði í Svarta- dauða. Það var mér og sagt að löngu seinna eða um það bil sem Bakkasel var fyrst byggt - 1850 - hafi blásnauðar manneskjur og ábýlislausar hrófað upp bæ á Þverártóttum og búið þar um skeið, en hvergi hef ég séð þetta kot skrásett. Áður en Öxnadalsheiðin var gjörð að girtum sumarhögum fyrir stóð Skagfirðinga, hefur verið reytingsheyskapur á heiðinni og nægilegt beitiland og því er líklegt að fátækt fólk á þeim tímum jarðnæðisleysis hafi hokrað á grassnöggu landi, þar sem landrými var nóg, en erfiður hefur sá búskapur verið, langt til aðdrátta og veður oft válynd á vetrum. Það fólk hefur lifað á afurðum ásauða á sumrum eftir fráfærur, kjöt hefur verið aðalfæðan á veturna og stuðst við fjallagrös, það hefur unnið öll sín föt úr ullinni og haft til eldiviðar lélegan svörð og hrís. Nokkru vestar á Öxnadalsheiðinni, í Skógarhlíðinni, var annað býli, Skógarnes, og stendur rétt vestan við Dagdvelju, þar eru miklu betri veður- skilyrði en á Þverá, þó skammt sé milli bæja, en tún og engi hafa sízt verið meiri eða betri, útbeit brást þar aldrei, í Skógarhlíðinni festir sjaldan snjó. Sennilegt er að sá skógur sem þarna var fyrrum, hafi gjöreyðzt til eldiviðar og tróðs eða áreftis. Bæjarstæðið er á árgljúfurbarmi. Þarna sá ég eitt sinn afturgöngur, og í rústum bæjarins voru grafin upp bein, forn, fyrir nokkru, og er það skrásett, og myndfest. Við bæjardyrum í Skógamesi blasti Krók- árdalur, en í gilinu undan bænum skiftast leiðir á Öxnadalsheiði og Krók- árdal. 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.