Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 103
Umsagnir um bækur FRANSKA BYLTINGIN Utgáfufélagið Mál og menning hefur gefið út tveggja binda rit um Frönsku bylting- una eftir Albert Matliiez í þýðingu Lofts Guttormssonar.1 Loksins eiga íslendingar kost á að kynnast byltingunni miklu, þrumuskelfi nútíðarsögu, rauðglóandi út úr afli smiðjunnar, franskri sagnfræði. Og smiðurinn var ekki valinn af verri end- anum: Albert Mathiez, er birti byltingar- sögu sína á árunum 1921-1924. í sögu- rannsóknum á byltingunni á þessari öld skipar hann tvímælalaust miðlægan sess, og þótt saga hans sé orðin nokkuð við aldur hafa franskir sagnfræðingar í hálfa öld ekki komizt hjá að feta þá slóð er hann ruddi. Byltingarsaga Mathiez er sístætt verk í þeim skilningi að niðjar hans í sagnfræði fá ekki með neinu móti varpað honum fyrir róða. Enginn sagn- fræðingur frönsku byltingarinnar, sem vill ekki kafna undir nafni, getur komizt hjá að taka mið af vinnubrögðum hans og rannsóknaraðferðum og tjáningu. En því fer að sjálfsögðu víðs fjarri, að niðurstöð- ur og sögulegur úrskurður Mathiez fái í öllum efnum staðizt hina hvössu og sleitu- lausu tönn tímans. 011 vísindi mannanna eru undirorpin jámhörðu lögmáli endur- skoðunarinnar - og í því efni eru hin svo- kölluðu raunvísindi sannarlega engin und- 1 Fyrra bindi 1972, 296 bls. auk mynda. Síðara bindi 1973, 359 bls. auk mynda. antekning - og þess vegna þurfa þau ekki að fitja upp á sitt konunglega nef þótt sagnfræðin verði jafnan að gera nýja út- tekt á búi sínu, sem stundum líkist dánar- búi. Aðal allrar alvarlegrar sagnfræði er linnulaus endurskoðun - revisjón. Þessa gætir ekki sízt um hinar djúpstæðu rann- sóknir sem franskir sagnfræðingar hafa unnið að á sviði efnahagssögu og félags- málasögu Frakklands fyrir og eftir bylting- una og dýpkað alla drætti í ásýnd liennar, bætt við æ fleiri blæbrigðum í hina lit- ríku og margslungnu tíglamynd byltingar- innar. En öll stendur hin yngri kynslóð franskra sagnfræðinga í ómetanlegri þakk- arskuld við byltingarsögu Alberts Mathiez og sérrannsóknir hans. Um það má deila, hvar setja eigi frönsku byltingunni tímamörk. Á að miða við termidor, hitamánuðinn samkvæmt tíma- tali byltingarinnar, aftöku Robespierres og félaga hans (29. júlí 1794) eða við bru- maire, þokumánuðinn, (10. nóvember 1799), er Napóleon Bonaparte framdi stjórnlagarofið. Mathiez lýkur sögu sinni í termidormánuði, er veldi Jakobína var steypt af stóli, ætlun hans var að skrifa byltingarsögunna allt fram að upphafi keisaradæmisins, en honum entist ekki aldur til þess. Algengast er að miða frönsku byltinguna við áratuginn 1789- 1799, svo sem gert er í nýjustu safnverk- um, til að mynda Fischer Weltgeschichte, 26. bindi: Das Zeitalter der europaischen Revolutionen, eða hina frábæru byltingar- 309
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.