Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 50
Tímarit Máls og menningar hinn kátasti við ferðamennina og bauð þeim fylgd sína áleiðis og lögðu þeir á stað meðan enn var myrkur. Veður var stillt en fannkoma og hörku- frost. Þegar þeir félagar komu að Krókánni ráðlagði bóndi þeim að ganga árgilið norður yfir, það var styttri leið og oft farin á vetrum. Og hef ég gengið þetta gil. Nú hagar þannig til þegar gilið er gengið að fyrst er farið eftir Krókánni, en þar sem saman koma Heiðaráin og Krókáin, liggur heinna við að ganga áfram Krókárgilið, en þá lenda menn inn á Krókárdal. En heygja verður til vinstri í gilinu inn á Oxnadalsheiðina. Nú lagðist sá grunur á að bóndi hefði sagt þeim skakkt til vegar, en þeir ókunnugir á þessum slóð- um. Þeir hafa gengið fram Krókárdalinn sem er allur á fótinn og lent þar í stórhríð og mikilli ófærð, enginn veit hvort þeir hafa gengið dalinn til botns og snúið við, en um vorið þegar snjóa leysti, fundust mennirnir innarlega á Krókárdalnum og voru þau ummerki, að mennirnir þrír, sem voru tveir fullorðnir og einn piltur um fermingu, höfðu grafið sig í snjó undir klettaskúta og þar fundust tveir þeirra og var þannig umbúið að fyrirliðinn hafði klætt sig úr sínum ytri fötum og vafið þeim um drenginn. Sagt var að þessi maður hefði verið mesta hraustmenni og lagt hefur hann á stað fáklæddur í stórhríðinni að leita hjálpar, og fannst hann nokkru neðar á dalnum og hafði frosið þar í hel. Sá maður hefir verið göfug- menni, og þar sem ég sat og horfði inn eftir Krókárdalnum felldi ég nokkur tár yfir örlögum þessara ferðamanna. Mikil leit var gerð að þeim peningum sem þeir höfðu meðferðis, en þeir fundust aldrei. Á Öxnadalsheiðinni og fjalldölum þar í kring urðu margir úti fyrr á árum og báru beinin þar sem þeir lögðust til hinztu hvíldar undir frosnu barði eða huldusteini. Ég hugsaði um þessa sögu löngu liðinna atburða, þar sem ég sat í sólskini um hásumar á tóttum eyðibýlis. En ég sat sem stytzt og hélt áfram göngunni vestur Skógarhlíðina og beygði inn í Hálfdanartungurnar ef ske kynni að folinn stjörnótti leyndist þar í stóði. Fram um allar Tungur voru hross í smáhópum, svo ég dróst lengra og lengra og var kominn framundir Hörgárdalsheiði þegar ég sneri við. í bakaleiðinni stanzaði ég um stund og tyllti mér á næstum horfnar bæjarrústir þar sem áður stóð bærinn Hálfdanartungur, en þar í túnstæðinu var gangnamannakofi. Saga fjörgömul vokir yfir þessum Tungum. Snemma á öldum bjó þar maður sem Hálfdan hét, en þá bjó systir hans Silfrún á Silfrúnarstöðum. Eitthvert sinn kom Hálfdan að finna systur 256
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.