Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 34. ÁRG. 1973 • 3.-4. HEFTI • DES. Brynjólfur Bjarnason Tvö viðtöl um íslenzka stjórnmálasögu Viðtöl þau viS Brynjólf Bjarnason, sem hér eru birt, voru flutt x Ríkisútvarpið á síðastliðnu sumri. Hið fyrra þeirra, sem fjallar einkum um stofnun og sögu Kommúnistaflokks Islands, átti Vilmundur Gylfason. I hinu síðara spurði Baldur Guðlaugsson um utanríkismál á árunum 1940-1950. 1. FRÁ HEIMSKREPPU TIL HEIMSSTYRJALDAR Þér hafið verið einna fremstur íslendinga til að verja frœðilegan kommún- isma. Áttu þessi frœði upp á pallborðið hjá íslendingum fyrir kreppuna? Mikill hluti þjóðarinnar hefur víst aldrei heyrt annað en ljótt um komm- únismann á þessum árum, þetta var voðaleg Grýla, og sumir urðu víst hissa, þegar þeir sáu, að maður var ekki með horn og klaufir. En þegar á þessum árum var kominn upp talsverður áhugi fyrir kommúnisma meðal verkalýðsins og nokkurs hóps ungra menntamanna. Félag ungra komm- únista hafði starfað í nokkur ár, og í Alþýðuflokknum hafði allt frá lok- um fyrri heimsstyrjaldar verið róttækur armur, sem oftast gekk undir nafninu bolsjevíkar og var ekkert hræddur við þá nafngift. Var stofnun Kommúnistaflokks íslands söguleg nauðsyn árið 1930? Söguleg nauðsyn er stórt orð og um það má víst lengi deila. En ég held, að rétt sé að orða það svo, að stofnun Kommúnistaflokksins hafi verið rök- rétt afleiðing af þeirri þróun, sem varð í verkalýðshreyfingunni á þriðja áratugnum. Var raunverulega grundvöllur fyrir slíkan flokk í landi, sem kannski var bœndaþjóðfélag og bœndamenningar fyrst og fremst? íslenzkt þjóðfélag hafði tekið geysimiklum breytingum frá því um alda- mót. Það var ekki lengur dæmigert bændaþjóðfélag, og enda þótt kapítal- isminn væri á frumstigi, var komin upp nokkuð fjölmenn verkalýðsstétt. 1927 bjó ekki nema helmingur landsmanna í sveitum, en fast að 90% 14 TMM 209
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.