Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 97
Andmœtarœð a sónu. Ég fullyrði ekki, en mér virðist sennilegri skýring, að notkun tvítölu- forms í fleirtölumerkingu sé norsk áhrif fremur en „villur“. Þó að ef til vill verði ekki fengin dæmi af bók- um, kann þessi þróun í norsku að vera eldri en heimildir sýna, enda er bókmál alltaf fastheldnara en talmál. Doktorsefni telur, að notkun hefð- arfleirtölu, sbr. bls. 16, sé venjulega talin runnin frá plurale sociativo, þ. e. frá því fyrirbæri, að menn hafi not- að fleirtölu til að tákna sjálfan sig ásamt fylgdarliði. Þetta er í sjálfu sér trúleg skýring. En ég vil skjóta því inn, hvort þessi notkun á Norður- löndum sé ekki komin til fyrir áhrif sunnan úr Evrópu. Að vísu ræðir doktorsefni lítillega um áhrif sax- neskrar kurteisi á Norðmenn, sbr. t. d. bls. 39, en þar er um að ræða miklu yngra tímabil en elztu drótt- kvæði eru talin frá. Doktorsefni ræðir þetta vandamál einnig á bls. 60, en þar virðist hann fremur fráhverfur því, að erlend áhrif séu hér á ferð- inni, þar sem hann segir: „Það er ekki nauðsynlegt að telja þessa notk- un eiga rætur að rekja til erlendra áhrifa“. Síðan bendir hann á, að sams konar notkun komi fyrir í sans- krít og forngrísku. Þó telur hann, að höfundarfleirtala sé einkum runninn frá latneskum fyrirmyndum. Ég tel doktorsefni ekki hafa leyst að fullu þann vanda, hvernig fleirtala í ein- tölumerkingu er til komin á Norður- löndum, enda hygg ég, að það mál verði seint á enda kljáð. Enn erfiðara viðfangsefni er þó notkun fleirtölu í tvítölumerkingu. Samkvæmt töflu efst á bls. 54 byrjar doktorsefni á að skipta talnakerfi fornafna í tvennt: „einn“ (eintala) og „fleiri en einn“, sem skiptist í „tveir“ (tvítala) og „tveir eða fleiri“ (fleirtala). Samkvæmt þessu kerfi væri hægt að nota fleirtöluform bæði í tvítölumerkingu og fleirtölu- merkingu. Doktorsefni bendir á, að þetta kerfi hafi verið sett upp fyrir frumindógermönsku, en sumir fræði- menn hafi andmælt þessari kenningu. Ef þessi kenning er hins vegar rétt, er ekkert undarlegt við framan greinda víxlun á tvítölu og fleirtölu í fornmáli, þ. e. að nota fleirtölu í tvítölumerkingu. Víxlunin væri að- eins gamlar leifar. Höfundur virðist þó ekki hallast að þessari skoðun og segir á bls. 55: „Það virðist eðlilegt (reasonable), að hefðarnotkunin liggi hér til grundvallar, en vera kann, að hún hafi náð tökum í bók- legum stíl, einkum hátíðlegum stíl (high style)“. Samkvæmt þessu væri um nýsköpun í máli að ræða. Það er erfitt að fullyrða nokkuð um þetta efni. Eins og áður er tekið fram, er hér munur á vitnisburði fornbréfa frá 14. og 15. öld og fornsagna. Og fyrst þyrfti að skýra, hvernig á þeim mun stæði, áður en endanlegur dómur er kveðinn upp í þessu máli. Það 303
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.