Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 6
Tímarit Máls og menningar og hvernig það fæddi af sér styrjaldir með öllum sínum hörmungum. Heimsstyrj öldin fyrri og byltingin í Rússlandi næstum neyddi mann til þess að fara að kynna sér marxismann, og þar fann ég lausn á mörgum vanda- málum og skýringu á mörgu, sem ég skildi ekki áður, en fyrst og fremst lærði maður að hugsa um þjóðfélagsmál og glíma við vandamálin á nýja vísu. Eftir það var óhugsandi að maður yrði Framsóknarmaður eða krati á þeirrar tíðar vísu og íhaldsmaður hefði ég aldrei getað orðið. Hve mikið var samband yðar við Moskvu fyrsta áratug Kommúnista- flokksins? Það var ekki mikið. Ég var á 7. þingi Komintern í Moskvu 1935 ásamt Einari Olgeirssyni. Það var þingið, þar sem Dimitroff hélt sína frægu ræðu um samfylkingu gegn fasismanum. Voru einhver söguleg mistök völd að því, að kommúnistar náðu ekki betur að skjóta rótum fyrsta áratuginn? Kommúnistar náðu einmitt að skjóta talsvert föstum rótum á fyrsta ára- tugnum, sem flokkurinn starfaði hér á landi. Allt frá stofnun hans var flokkurinn í stöðugri sókn, bæði í almennum kosningum og í verkalýðs- hreyfingunni. A tveimur fyrstu árunum hækkaði til dæmis atkvæðamagn hans í almennum kosningum úr þremur hundraðshlutum, í 7,5% greiddra atkvæða. Hitt er svo annað mál, að við hefðum getað unnið enn meira á, ef við hefðum kunnað betur til verka. Voru hreinsanirnar í Moskvu söguleg nauðsyn eða grimmdarverk hrotta? Þetta var nú ekki eins einfalt mál og ráða mætti af þessari spurningu. Ef ég segði annaðhvort já eða nei við því fyrra eða þá hinu síðarnefnda, þá væri það ákaflega yfirborðslegt svar. Hvað er söguleg nauðsyn? Orðið getur haft margar merkingar og það má teygja það á ýmsa vegu. Söguleg nauðsyn getur þýtt lífsnauðsyn, það sem ekki verður undan vikizt til þess að einhver málstaður geti sigrað. Á þess- um árum var barizt upp á líf og dauða í Sovétríkjunum og það fór fram undirbúningur undir stríð við erlent ofurvald, þar sem um líf og dauða var að tefla. Það er augljóst, að á slíkum tímum, þar sem aðeins er um það spurt að lifa af, er andstæðingunum ekki sýnd nein miskunn. Og hér var vissu- lega meira í húfi en líf Sovétríkjanna einna saman, heldur sigur eða ósigur fasismans í allri Evrópu og líf sósíalismans í heiminum um langan aldur. 212
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.