Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 43
Dagur
Þegar mig langaði til að verða ríkur
Jóhannes Manong var negri af Súlú-kyni, afkomandi stoltra stríðsmanna sem
voru murkaðir niður. Ættstór var hann, og afi hans hafði smakkað manna-
kj öt.
Hann kaus frelsið og kom híngað útlagi frá Suður-Afríku en hröklaðist
héðan eftir að kynhreinir hugsjónamenn frá fasistaútibúi Heimdallar brenndu
eldkross gerðan eftir kúklúxklanformúlu fyrir utan gluggann hans á Graði.
Hann fór þá til Svíþjóðar að stúdera tannlækningar, í von um að komast
einhverntíma heim og draga harmkvæli úr þjóðarkjaftinum. Ekki veit ég hvar
hann er niðurkominn nú.
Hann var snaggaralegur gæi með bein í nefinu, skemmtilegur drykkju-
nautur. Hann er sögumaður minn:
Þegar ég var ungur maður með garnagaul í Jóhannesarborg, langaði
mig til að verða ríkur. Ég bar þessa flugu undir móður mína. Henni fannst
það hreint ekki svo galið.
Ég var með stelpu. Hún varð frásérnumin og notaði uppfráþví hvert
tækifæri til að ýta undir ætlun mína. Eftir það var ég sofandi og vakinn
að brjóta heilann um hvernig ég gæti efnast.
Ég spurði alla sem ég hitti. Loks frétti ég að djúpt inni í frumskóginum
byggi töframaður af ættbálki Pygmea sem gæti gert mig ríkan.
Ég stakk á mig tannbursta og kyssti mömmu og kærustuna bless. Ég
tók lestina eins langt og hún gekk og rölti síðan 30 kílómetra eftir því
sem mér hafði verið til vísað. Kom ég þar að kveldi sem strákofi stóð í
rjóðri á fljótsbakka. Aldintré uxu í hálfhring um kofann. Furðusmá börn
léku sér í hlaðinu, fátækleg en þrifaleg. Þau gláptu á mig stórum feimnum
glyrnum, blessuð krílin.
Ég spurði eftir húsbóndanum. Kom hann brátt til dyra og benti mér
að koma innfyrir. Þar voru fleiri börn, kona og unglingsstúlka, öll jafn
pínulítil. Miðað við þau var bóndi heljarmenni. Hann tók mér næstum í
geirvörtur.
249