Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 69
Bergsteinn Jónsson Kirkjubygging Matthíasar Jochumssonar í Odda Á árunum 1880 til 1886 var þjóðskáldið Matthías Jochumsson prestur á þeim ríka og fræga stað, Odda á Rangárvöllum. Var hann síðasti klerkurinn þar, sem konungsveitingu hlaut fyrir þessu löngum svo eftirsótta brauði; en eftirmaður hans þar, sr. Skúli Skúlason, var að sögn Vigfúsar Guðmunds- sonar fræðimanns frá Keldum, „fyrsti prestur hér á landi, sem hlaut veitingu eftir kosningu safnaðar."1 - Einnig var sr. Matthías fyrsti Oddapresturinn um meira en aldarskeið, sem ekki hafði lokið guðfræðiprófi frá háskóla. Sá næsti á undan honum, sem ekki var háskólakandidat, var Ólafur Gíslason, en hann var líka eini lúterski biskupinn í Skálholti, sem ekki hafði framazt við háskólanám erlendis. Var Ólafur prestur í Odda 1725—47.2 Matthías Jochumsson var sem kunnugt er fæddur árið 1835. Fór hann full- orðinn í skóla og lauk ekki stúdentsprófi fyrr en 1863. Prófi frá Presta- skólanum lauk hann svo tveimur árum síðar, 1865. Hann var prestur í Kjalarnesþingum (sat á Móum) 1867-73, en þá hafði hann á skömmum tíma misst tvær konur eftir sárskamma sambúð. Gerðist hann af þeim sökum allhugsj úkur, auk þess sem á hann sóttu ýmsar efasemdir út af trúar- skoðunum og kirkjulegum kenningaratriðum. Eftir tvær utanfarir á skömmum tíma, sem ekki hvað sízt voru til þess farnar að hressa hugann og bæta heilsuna á sál og líkama, réðst svo, að Matthías keypti blaðið Þjóðólf af Jóni Guðmundssyni og settist að í Reykjavík þjóðhátíðarárið 1874. Skömmu eftir að Matthías var seztur að í Reykjavík kvæntist hann í þriðja sinni, og brátt fóru börn hans að fæðast og halinn að lengjast. í fyrstu hugði Matthías gott til þess að fá að vinna fyrir sér sem eigin herra og með penna í hönd, fá daglega að umgangast og deila geði við andans- og menntamenn og hafa bækistöð sína að nokkru leyti í prentsmiðju. 1 Vigfús GuSmundsson: Saga Oddastaðar. Reykjavík 1931. Bls. 114. 2 Sveinn Níelsson (Hannes Þorsteinsson og Björn Magnússon): Prestatal og prófasta á Islandi. 2. útg., Reykjavík 1950. 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.