Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 17
Hauströkkriðyfir me'r geta séð aukinn þunga og skilja eftir sáran brodd. Lesandinn veit, hvers þau fara á mis. Það má lesa þetta ljóð án frekari útlistana; líf þess er fólgið í því sjálfu eins og það stendurí bókinni. En það er freistandi að leggja í það táknrænan skilning og taka það sem bendingu um harmsögu allra sem þekkja ekki sinn vitjunartíma, sjá ekki gleðina sjálfa þegar hún leitar fagnandi á fund þeirra, skynja ekki skáldskapinn þegar skáldið vill gefa þeim gjöf, gefa þeim sýn. Allra sem opna ljóðasafn eða lesa kvæði bíður sá vandi að sjá og skynja það sem þeim er sýnt eða sagt, eignast hlutdeild í nýrri reynslu eða hafna henni og sjá aðeins beinin á örfoka hólnum. Þau skáld eru að vísu mörg sem gefa góðum lesendum steina fyrir brauð og þeir margir sem ekki kunna að greina á milli. En sá sem vill sjá og skynja í ljóðum Snorra Hjartarsonar á í vændum reynslu sem alltaf er ný og þarf ekki að óttast að sækja til hans svikna vöru. Þeir sem lesa Hauströkkrid yfir mér, en einnig eru kunnugir fyrri ljóðum Snorra, vita vel að sú bók ein gefur ekki fullgilda hugmynd um skáldskap hans. Sé hún borin saman við hinar fyrri, er hún um margt ólík þeim, einkum Kvceðum og Á Gnitaheiði, en líkingin miklu meiri við Lauf og stjömur. Það má til sanns vegar færa að yrkisefni Snorra hafi verið fjölbreyttari í fyrstu tveimur bókunum, einkum hinni síðari, formgerð ljóðanna einatt flóknari og bein tengsl þeirra við striðandi líf samtíðarinnar augljósari en í síðustu bókunum. Samt mega les- endur Snorra ekki láta þetta villa um fyrir sér ef þeir vilja gera sér grein fyrir því samhengi sem ljóðagerð hans öll ber vitni, því að í ljóðum hans hefur frá upphafi mátt greina ýmsa þræði sem hann heldur enn í hendi sér og dregur saman í síðustu bók sinni. Oll ljóð Snorra Hjartarsonar eru óður til lífsins og jarðarinnar, lofsöngur til alls sem er eilíft og fagurt. Hann er í eðli sínu rómantískt skáld. Ekki í þeim skilningi að rómantískir draumórar hafi slegið hann blindu á kaldan veruleik- ann og ógnir samtíðarinnar. Til þess er hann of óspilltur maður, geð hans of heitt. En ég held að óhætt sé að fullyrða að í öllum bókum Snorra, skáldsögunni einnig, séu dæmin glögg um það að í rómantískum hugmyndaheimi kunni hann best við sig. Þeim börnum sínum sem þannig er farið hefur tuttugasta öldin hins vegar ekki alltaf unnað langrar hvíldar við ljóð hans og draum. Til þess hefur hún sjálf samið of marga kafla sögu sinnar með stáli og blýi og of víða skilið eftir blóð í sporum sínum. Kunnugir vita að Snorri Hjartarson hefur brugðið brandi skáldskaparins til varnar friði, mannúð og réttlæti þegar viðburðir samtíðarinnar hafa leitt mannkynið eða þjóðina á villigötur á leið þeirra „til vorlands sólgræns friðar og 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.