Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 19
Hauströkkriðyfir mér
meðferð þeirra lýtur lögmálum augljósrar þróunar. En hvorki efnisval né
skáldskaparaðferð getur þó komið þeim á óvart sem lesið hafa fyrstu tvær bækur
skáldsins. Þó að þær væru fjölbreyttari, skrautmeiri, kvæðin bundnari tíma og
tilefnum og ekki jafn innhverf og ljóðin í síðari bókunum, hafa meginstefm í
skáldskap Snorra alltaf verið hin sömu.
Við mættum þar snemma manni sem bundinn var viðjum sem hann þráði að
losna úr og fögnuðum með honum frelsi og birtu þegar hann sleit af sér fjötrana
og sveif á brott úr hinu djúpa rjóðri, þar sem var „reimt og dimmt“. Ljóð hans
hafa alltaf verið ljóð um birtu og myrkur, ofin úr þrá og draumum, lofsöngur
um það sem er ungt, upprunalegt og saklaust. Þegar dimmast hefur verið i hug
og heimi hefur skáldið eygt von um nýtt líf framundan, draum um fegurð og
frelsi í faðmi þess eftir eldskírn og endurlausn. Þess vegna hafa kvæðin verið til
marks um bjartsýni og lífstrú þrátt fyrir allt. Það er engin tilviljun, hve oft þessi
orð, þrá, draumur, fögnuður, frelsi, endurlausn og önnur þeim skyld, koma fyrir
í ljóðum Snorra. Til náttúrunnar sjálfrar hefur hann ætíð sótt gleði og unað.
Hún er bakgrunnur ljóðs eftir ljóð og myndir hennar uppistaðan af því að þær
geta miðlað hugsun og tilfinningu skáldsins, orðið farvegur skáldlegrar skynj-
unar, samsvörun hennar í hlutveruleikanum. Dæmi þessa alls eru auðfundin í
Hauströkkrinu yfir mér.
I ljóðinu A Zimlanskojavatni stendur tréð á hæðinni eitt upp úr hylnum.
Freistandi er að hugsa sér að það tali fyrir munn skáldsins. Þetta er kaltré. Rætur
þessgrotna. Greinar þess fúna. Það laufgast aldrei framar:
enn setjast þó flugmóðir
fuglar á hendur mér
sveipa mig laufskrúði
söngs
enn er vor
enn er ég við lýði.
Þetta ljóð er gott dæmi um skynjun og skáldskaparaðferð Snorra Hjartarsonar,
hvernig hann horfir í kringum sig, kemur auga á myndrænt náttúrufýrirbæri
sem hann getur persónugert og gefið táknræna merkingu sem vísar út fyrir það
sjálft án þess að raska í nokkru hinni skýru og hnitmiðuðu mynd. Ljóðmál,
hrynjandi og stíll er allt stillt í ákveðna tónhæð til samræmis við þann hugblæ
sem í ljóðinu ríkir. Skáldið byggir það rökrétt upp stig af stigi, ljær því nýja
137