Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 19
Hauströkkriðyfir mér meðferð þeirra lýtur lögmálum augljósrar þróunar. En hvorki efnisval né skáldskaparaðferð getur þó komið þeim á óvart sem lesið hafa fyrstu tvær bækur skáldsins. Þó að þær væru fjölbreyttari, skrautmeiri, kvæðin bundnari tíma og tilefnum og ekki jafn innhverf og ljóðin í síðari bókunum, hafa meginstefm í skáldskap Snorra alltaf verið hin sömu. Við mættum þar snemma manni sem bundinn var viðjum sem hann þráði að losna úr og fögnuðum með honum frelsi og birtu þegar hann sleit af sér fjötrana og sveif á brott úr hinu djúpa rjóðri, þar sem var „reimt og dimmt“. Ljóð hans hafa alltaf verið ljóð um birtu og myrkur, ofin úr þrá og draumum, lofsöngur um það sem er ungt, upprunalegt og saklaust. Þegar dimmast hefur verið i hug og heimi hefur skáldið eygt von um nýtt líf framundan, draum um fegurð og frelsi í faðmi þess eftir eldskírn og endurlausn. Þess vegna hafa kvæðin verið til marks um bjartsýni og lífstrú þrátt fyrir allt. Það er engin tilviljun, hve oft þessi orð, þrá, draumur, fögnuður, frelsi, endurlausn og önnur þeim skyld, koma fyrir í ljóðum Snorra. Til náttúrunnar sjálfrar hefur hann ætíð sótt gleði og unað. Hún er bakgrunnur ljóðs eftir ljóð og myndir hennar uppistaðan af því að þær geta miðlað hugsun og tilfinningu skáldsins, orðið farvegur skáldlegrar skynj- unar, samsvörun hennar í hlutveruleikanum. Dæmi þessa alls eru auðfundin í Hauströkkrinu yfir mér. I ljóðinu A Zimlanskojavatni stendur tréð á hæðinni eitt upp úr hylnum. Freistandi er að hugsa sér að það tali fyrir munn skáldsins. Þetta er kaltré. Rætur þessgrotna. Greinar þess fúna. Það laufgast aldrei framar: enn setjast þó flugmóðir fuglar á hendur mér sveipa mig laufskrúði söngs enn er vor enn er ég við lýði. Þetta ljóð er gott dæmi um skynjun og skáldskaparaðferð Snorra Hjartarsonar, hvernig hann horfir í kringum sig, kemur auga á myndrænt náttúrufýrirbæri sem hann getur persónugert og gefið táknræna merkingu sem vísar út fyrir það sjálft án þess að raska í nokkru hinni skýru og hnitmiðuðu mynd. Ljóðmál, hrynjandi og stíll er allt stillt í ákveðna tónhæð til samræmis við þann hugblæ sem í ljóðinu ríkir. Skáldið byggir það rökrétt upp stig af stigi, ljær því nýja 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.