Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 27
Mannsbarn á myrkri heiði hana krystallast í ljóðinu eins og af sjálfu sér og átakalaust. Eða með orðum Halldórs Laxness: aðalatriðið má aldrei segja með orðum. III Ef við nú tengjum saman sjónarmið Laxness og Adornos fáum við þrjú plön í ljóðið. Eitt hlutlægt, eða bókstaflegt, sem segir frá tilviljuninni og því einstakl- ingsbundna, og tvö óhlutlæg sem ljóðið nefnir ekki beinum orðum, þar sem annað vísar til hinnar kosmísku eða tímalausu tilvistar mannsins í heiminum, en hitt til þjóðfélagslega skilyrtrar tilveru hans. Þessi þrjú plön — hið einstaklingsbundna, kosmíska og þjóðfélagslega — er vitaskuld ekki hægt að skilja að í ljóði, nema ef vera skyldi bókmenntalegri greiningu sem þessari. í „Mér dvaldist of lengi“ tengjast þau á margvíslegan hátt, og milli formlegra og efnislegra eiginda þess skapast spenna, sem heldur ljóðinu saman. Annað sem tengir hin mismunandi plön ljóðsins og eins og safnar því saman í eina heild, er minnið ferðin. Myndin af lífinu sem ferð til dauðans er sígild í allri ljóðagerð, og hún kemur oft fyrir í ljóðum Snorra. I þessu ljóði — eins og í fleiri ljóðum Snorra — tengist hún árstíðum og deginum sem líður. Sá maður sem í því ferðast um haust og nótt er kominn á leiðarenda, hefur lokið þeirri ferð sem lífið er. Þessi lýsing á ferð í eyðilegu, köldu og dimmu landslagi er í upphafi ekki alveg laus við óhugnað sem endurtekning orðsins nðtt í draugalaginu það dimmir af nðtt, haustkaldri nðtt ýtir undir. Strax í næsta erindi breytist þessi óhugnaðartilfinn- ing í öryggistilfinningu, þar sem náttúran kemur nær í lýsingum á lyngi, kvos, lækjardragi og sprekum. Þessi togstreita öryggis og kvíða leiðir okkur inn í margræðni ljóðsins, þar sem andstæður og hliðstæður leikast á. Ljóðið samanstendur af 11 ljóðlínum, sem gera hvort tveggja að skipast saman tvær og tvær og skiptast í tvo meginhluta, þar sem fyrri hlutinn telur fimm fyrstu línurnar og síðari hlutinn f)órar síðustu. Formlega einkennast þessir tveir hlutar af mismunandi sjónarhól, sem reynist mjög mikilvægur fyrir túlkun kvæðisins. Fyrri hlutinn er ytri lýsing á stöðu eg-sins og athöfnum þess, seinni hlutinn segir frá innra lífi þess, hugrenningatengslum og hugarflugi. Efnislega beinist fyrri hlutinn að e'g-inu, síðari hlutinn að einhverju þú. Ljóðlínurnar tvær í miðju kvæðinu mynda eins konar brú milli hlutanna, milli e'g og þú í ljóðinu, og þær lýsa eldinum við lækinn. Formlega tilheyra þessar miðlínur hvor sínum hluta, þær eru í senn sameinaðar og sundraðar, eins og myndin sem þær bregða upp. 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.