Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
VII
Sú þjóðfélagsmynd sem birtist í „Mér dvaldist of lengi“ er nokkuð myrk, en þó
má þar sjá ýmislegt sem vísar út fyrir hana og gefur von. Sjálfumleikinn er
tengdur við dauðann, en dauðanum er hér alls ekki lýst sem andstæðu lífsins,
heldur sem hluta i sama sköpunarferli, og hann ber með sér nýtt líf. Svipuð von
kemur fram í tímanotkun ljóðsins. Fortíð þess og nútið eru tengdar heiðinni og
firringunni: mér dvaldist of lengi, sem villist ídimmunni, en í boðhættinum vitjaðu
mín, vermdu þig, fylgdu svo opnast framtíðarsýn sem vísar til sjálfumleikans og
heim.
Eldur er mjög algengur i myndmáli Snorra Hjartarsonar, og hann gefur alltaf
vísbendingu um líf, samkennd og hlýju. I kvæðinu „I Eyvindarkofaveri“ (bls.
85) tengjast eldur og ferð á svipaðan hátt ogí „Mér dvaldist of lengi“, og eins og
þar eru andstæðurnar myrkur og líf:
Þó dimmi á hættum vegum
er engu að kvíða: þau ljóma hin rauðu log
og líFið er beint af augum.
Hér er eldurinn vegvísir sem vísar ferðamanninum út úr myrkrinu til hins
raunverulega lífs. Myndin er sú sama og í „Mér dvaldist of lengi“, auk þess
sem„hin rauðu log“ gætu bent til sósíalismans. Það kynni þó aldrei að vera hann
sem gæti vísað mönnum leið af Gnitaheiði?
„Mér dvaldist of lengi“ minnir um margt á kvæðið „I Ulfdölum", sem er
fremst í Kvceðum og ber yFirskrift sem svipar ekki svo lítið til titilsins Á
Gnitabeiði. í báðum þessum kvæðum koma fyrir andstæðurnar milli ljóss og
myrkurs, draums og veruleika, og þetta eru jafnframt þau kvæði Snorra þar sem
innrímið glitrar hvað mest. Sá sem í „I Ulfdölum“ talar er skáld, og ljóðinu
lýkur á máttugri framtíðarsýn þar sem eldurinn verður að tákni skáldskaparins:
með nýum styrk
skal ég strengi slá
og stirna langnættið
eldum
150