Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 32
Tímarit Máls og menningar VII Sú þjóðfélagsmynd sem birtist í „Mér dvaldist of lengi“ er nokkuð myrk, en þó má þar sjá ýmislegt sem vísar út fyrir hana og gefur von. Sjálfumleikinn er tengdur við dauðann, en dauðanum er hér alls ekki lýst sem andstæðu lífsins, heldur sem hluta i sama sköpunarferli, og hann ber með sér nýtt líf. Svipuð von kemur fram í tímanotkun ljóðsins. Fortíð þess og nútið eru tengdar heiðinni og firringunni: mér dvaldist of lengi, sem villist ídimmunni, en í boðhættinum vitjaðu mín, vermdu þig, fylgdu svo opnast framtíðarsýn sem vísar til sjálfumleikans og heim. Eldur er mjög algengur i myndmáli Snorra Hjartarsonar, og hann gefur alltaf vísbendingu um líf, samkennd og hlýju. I kvæðinu „I Eyvindarkofaveri“ (bls. 85) tengjast eldur og ferð á svipaðan hátt ogí „Mér dvaldist of lengi“, og eins og þar eru andstæðurnar myrkur og líf: Þó dimmi á hættum vegum er engu að kvíða: þau ljóma hin rauðu log og líFið er beint af augum. Hér er eldurinn vegvísir sem vísar ferðamanninum út úr myrkrinu til hins raunverulega lífs. Myndin er sú sama og í „Mér dvaldist of lengi“, auk þess sem„hin rauðu log“ gætu bent til sósíalismans. Það kynni þó aldrei að vera hann sem gæti vísað mönnum leið af Gnitaheiði? „Mér dvaldist of lengi“ minnir um margt á kvæðið „I Ulfdölum", sem er fremst í Kvceðum og ber yFirskrift sem svipar ekki svo lítið til titilsins Á Gnitabeiði. í báðum þessum kvæðum koma fyrir andstæðurnar milli ljóss og myrkurs, draums og veruleika, og þetta eru jafnframt þau kvæði Snorra þar sem innrímið glitrar hvað mest. Sá sem í „I Ulfdölum“ talar er skáld, og ljóðinu lýkur á máttugri framtíðarsýn þar sem eldurinn verður að tákni skáldskaparins: með nýum styrk skal ég strengi slá og stirna langnættið eldum 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.