Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 36
Tímarit Aláls og menningar
Það þarf ekki að hafa gerst nema einu sinni, en maður finnur um-
skiptin strax: líkaminn hefur breyst á einhvern óskiljanlegan hátt; maður
skynjar það við snertingu.
Maðurinn gat enga grein gert sér fyrir í hverju breytingin væri fólgin,
hún var bara fyrir hendi, í einhverjum smáatriðum sem eru svo leynd og
örsmá, að aðeins tilfinningarnar geta greint þau.
Einn dag fór maðurinn að athuga í laumi, hvort konan hefði kannski
breytt um ilmvatn. Það var ekki. Sápan var einnig sú sama. Allt var eins
og það hafði verið áður, en þó gerólíkt. Maðurinn roðnaði vegna ein-
hverrar smánar yfir því, hvernig hann snuðraði í snyrtidóti og fötum
konunnar þegar hún var að heiman. I þessu snuðri var þó einhver kitlandi
leyndardómur. Einhverju sinni málaði maðurinn í fikti á sér varirnar. Og
þegar hann skoðaði andartak hina fáránlegu mynd sína í speglinum,
virtist taugakerfi hans hrynja við sýnina. Vöðvarnir hreyfðust ósjálfrátt í
bylgjum á líkamanum, og hann skalf allur. Eftir þetta ósjálfráða uppátæki
þótti manninum hann vera óhreinn og útskúfaður. Hann hafði auðsæi-
lega brotið einhver ævaforn lögmál sem urðu að standa, og skyndilega
langaði hann að berja konuna til óbóta, líkt og með þvi móti gæti hann
hreinsað sig af hinni viðurstyggilegu mynd í speglinum og endurheimt
karlmennsku sína.
Er að undra þótt kona haldi framhjá manni sem hefur málað sig í laumi
með varalitnum hennar, hugsaði maðurinn.
Maðurinn var lengi hugsi, og honum var ljóst að konan hafði leitt
hann út á villubrautir með þessari fjarstæðukenndu athöfn. Á vissan hátt
var hann nú orðinn ótrúr sjálfum sér, eins og konan var ótrú hon-
um.
Eftir þetta vandi maðurinn komur sínar til systur sinnar. Hann sat hjá
henni löngum, þögull og með angist í augunum. Systirin virtist forðast
að leiða samræður að angist mannsins. Það var honum vísbending um, að
hún hlyti að vera í vitorði með konunni hans. Eflaust hugðist hún
þröngva honum með þögn sinni og undanfærslum til að gera játningu,
svo hún gæti notið þess hvernig hann brotnaði og grét. Að svo búnu
mundi hún hugga hann blíðlega, til að auka eymd hans. Maðurinn ákvað
að veita systur sinni aldrei slíka ánægju, og hann fastréð að heimsækja
154