Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 36
Tímarit Aláls og menningar Það þarf ekki að hafa gerst nema einu sinni, en maður finnur um- skiptin strax: líkaminn hefur breyst á einhvern óskiljanlegan hátt; maður skynjar það við snertingu. Maðurinn gat enga grein gert sér fyrir í hverju breytingin væri fólgin, hún var bara fyrir hendi, í einhverjum smáatriðum sem eru svo leynd og örsmá, að aðeins tilfinningarnar geta greint þau. Einn dag fór maðurinn að athuga í laumi, hvort konan hefði kannski breytt um ilmvatn. Það var ekki. Sápan var einnig sú sama. Allt var eins og það hafði verið áður, en þó gerólíkt. Maðurinn roðnaði vegna ein- hverrar smánar yfir því, hvernig hann snuðraði í snyrtidóti og fötum konunnar þegar hún var að heiman. I þessu snuðri var þó einhver kitlandi leyndardómur. Einhverju sinni málaði maðurinn í fikti á sér varirnar. Og þegar hann skoðaði andartak hina fáránlegu mynd sína í speglinum, virtist taugakerfi hans hrynja við sýnina. Vöðvarnir hreyfðust ósjálfrátt í bylgjum á líkamanum, og hann skalf allur. Eftir þetta ósjálfráða uppátæki þótti manninum hann vera óhreinn og útskúfaður. Hann hafði auðsæi- lega brotið einhver ævaforn lögmál sem urðu að standa, og skyndilega langaði hann að berja konuna til óbóta, líkt og með þvi móti gæti hann hreinsað sig af hinni viðurstyggilegu mynd í speglinum og endurheimt karlmennsku sína. Er að undra þótt kona haldi framhjá manni sem hefur málað sig í laumi með varalitnum hennar, hugsaði maðurinn. Maðurinn var lengi hugsi, og honum var ljóst að konan hafði leitt hann út á villubrautir með þessari fjarstæðukenndu athöfn. Á vissan hátt var hann nú orðinn ótrúr sjálfum sér, eins og konan var ótrú hon- um. Eftir þetta vandi maðurinn komur sínar til systur sinnar. Hann sat hjá henni löngum, þögull og með angist í augunum. Systirin virtist forðast að leiða samræður að angist mannsins. Það var honum vísbending um, að hún hlyti að vera í vitorði með konunni hans. Eflaust hugðist hún þröngva honum með þögn sinni og undanfærslum til að gera játningu, svo hún gæti notið þess hvernig hann brotnaði og grét. Að svo búnu mundi hún hugga hann blíðlega, til að auka eymd hans. Maðurinn ákvað að veita systur sinni aldrei slíka ánægju, og hann fastréð að heimsækja 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.