Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 38
Tímarit Máls og menningar
Fólk glatar ekki réttinum yfir líkama sínum þótt það gangi 1 hjóna-
band. Hjónabandið er ekki afsal, hvorki andlega né líkamlega séð. Konan
gæti elskað þig engu að síður, þótt hún hefði kannski glaðst líkamlega
með öðrum manni.
Nei, greip maðurinn fram i mál systur sinnar; en hún hélt áfram:
Líkamleg nauðsyn er eitt, og ást er annað.
Hvort tveggja fer ævinlega saman, sagði maðurinn þrjóskulega.
Ekki hjá öllum, andmælti systirin. Og stundum fer þetta fráleitt
saman. Eg veit það af minni reynslu. Þegar ég þykist komast að einhverri
niðurstöðu varðandi ástina, veit ég óðar að niðurstaðan leiðir að mis-
skilningi.
Maðurinn bandaði frá sér, orðlaus og ruglaður.
Ég skil ekki þannig rök, sagði hann og fór án þess að kveðja.
Maðurinn svaf eins og steinn um nóttina. Um morguninn mundi
hann ekki eftir að hann hefði dreymt neitt. En hann reyndi að rifja upp
einhverja drauma, meðan hann drakk morgunkaffið að venju í eldhúsinu
og virti konuna fyrir sér.
Af hverju horfirðu svona á mig? spurði konan.
Maðurinn svaraði engu.
Konan brá sér þá í skyndi úr öllum fötum og stóð fyrir framan
manninn nakin á gólfinu. Maðurinn reis þegjandi á fætur, og þau fóru
aftur í rúmið. Síðan klæddi maðurinn sig hægt, þegjandi og hljóðlega,
meðan konan svaf úfinhærð á koddanum.
Maðurinn hraðaði sér heim til systur sinnar. Enn var snemma morguns
og börnin ófarin í skólann. Maður systur hans var að vepjast fáklæddur
inni í stofu. Systirin stóð við eldhúsgluggann og drakk kaffi úr krukku í
gegnum sykurmola, og við það teygðust varirnar fram í stút. Hún
hvarflaði stundum augum til bróður síns, með stútinn sem gerði hana
örlídð háðska um munninn.
Maðurinn hóf þegar þjark. Hann sagði að hún þættist ævinlega vita
allt, alveg frá því hann mundi eftir sér, og hefði ætíð skýringar á
takteinum. Systirin svaraði engu. Hún hélt áfram að drekka kaffið hægt
úr krukkunni og saug það gegnum molann. En stöku sinnum beindi hún
ákveðnum skipunum til barnanna. Þess á milli hlustaði hún af athygli, en
156