Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 38
Tímarit Máls og menningar Fólk glatar ekki réttinum yfir líkama sínum þótt það gangi 1 hjóna- band. Hjónabandið er ekki afsal, hvorki andlega né líkamlega séð. Konan gæti elskað þig engu að síður, þótt hún hefði kannski glaðst líkamlega með öðrum manni. Nei, greip maðurinn fram i mál systur sinnar; en hún hélt áfram: Líkamleg nauðsyn er eitt, og ást er annað. Hvort tveggja fer ævinlega saman, sagði maðurinn þrjóskulega. Ekki hjá öllum, andmælti systirin. Og stundum fer þetta fráleitt saman. Eg veit það af minni reynslu. Þegar ég þykist komast að einhverri niðurstöðu varðandi ástina, veit ég óðar að niðurstaðan leiðir að mis- skilningi. Maðurinn bandaði frá sér, orðlaus og ruglaður. Ég skil ekki þannig rök, sagði hann og fór án þess að kveðja. Maðurinn svaf eins og steinn um nóttina. Um morguninn mundi hann ekki eftir að hann hefði dreymt neitt. En hann reyndi að rifja upp einhverja drauma, meðan hann drakk morgunkaffið að venju í eldhúsinu og virti konuna fyrir sér. Af hverju horfirðu svona á mig? spurði konan. Maðurinn svaraði engu. Konan brá sér þá í skyndi úr öllum fötum og stóð fyrir framan manninn nakin á gólfinu. Maðurinn reis þegjandi á fætur, og þau fóru aftur í rúmið. Síðan klæddi maðurinn sig hægt, þegjandi og hljóðlega, meðan konan svaf úfinhærð á koddanum. Maðurinn hraðaði sér heim til systur sinnar. Enn var snemma morguns og börnin ófarin í skólann. Maður systur hans var að vepjast fáklæddur inni í stofu. Systirin stóð við eldhúsgluggann og drakk kaffi úr krukku í gegnum sykurmola, og við það teygðust varirnar fram í stút. Hún hvarflaði stundum augum til bróður síns, með stútinn sem gerði hana örlídð háðska um munninn. Maðurinn hóf þegar þjark. Hann sagði að hún þættist ævinlega vita allt, alveg frá því hann mundi eftir sér, og hefði ætíð skýringar á takteinum. Systirin svaraði engu. Hún hélt áfram að drekka kaffið hægt úr krukkunni og saug það gegnum molann. En stöku sinnum beindi hún ákveðnum skipunum til barnanna. Þess á milli hlustaði hún af athygli, en 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.