Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 47
Halldór Guðmundsson Bókmenntir gegn gulri pressu Um Gúnter Wallraff, Heinrich Böll og Axel Springer Skiptingin í ,hámenningu‘ og ,lágmenningu‘, góða list og fjöldaframleiðslu- afurðir er af mörgum talin höfuðeinkenni vestrænnar menningar á þessari öld. Þessi skipting er að vísu orðin margra alda gömul, en kannski hefur gjáin aldrei verið dýpri, óyfirstíganlegri en nú — eða það er að minnsta kosti hald margra sem fást við menningarmál. Svartsýnismenn sjá alla alþýðu fyrir sér í helgreipum auðhringa menningariðnaðarins, meðan þeim fækki stöðugt sem láti sig „sanna“ list einhverju skipta. Það er hægur vandi að sýna fram á að myndin er öllu samsettari en svo að blóm fmkúltúrsins sé að verða undir skriðdreka skrílmenningarinnar, en það er engin ástæða til að loka augunum fyrir mót- setningunum, neita sér jafnvel um allt fagurfræðilegt gildismat í nafni alþýðuhyggju. Það er nær að spyrja um möguleika og takmarkanir listarinnar á okkar tímum, hvaða kosti t. d. róttæk list eigi til að losa fólk úr hugmynda- fræðilegum viðjum borgaralegs samfélags. Og hver eru í raun tök svonefnds menningariðnaðar og hversu einsleitar eru afurðir hans? Sósíalistar hafa ærna ástæðu til að velta þessu fyrir sér, því enginn vafi leikur á að vægi hugmynda- fræðilegrar baráttu og menningarlegs forræðis hefur aukist mjög í kapítalism- anum. Islenskir sósíalistar hafa ekki mikið um þessi mál rætt fremur en önnur, þó að vissulega séu til dæmi um menningarlegt andóf (s. s. Alþýðuleikhúsið). í tímaritinu Svart á hvítu hafa birst greinar um fjöldamenningu, Skírnir hefur birt félagsfræðilegar athuganir á bóklestri og Tímarit Máls og menningar hefur helgað eitt hefti dægurbókmenntum (1, 1978). Hér verður vikið að þessum vanda útfrá mjög afmörkuðu sjónarhorni: Ætlunin er að segja frá baráttu rithöfunda í þýska Sambandslýðveldinu við útbreiddasta dagblað Evrópu, Bild, stærsta og ófrýnilegasta skipið í blaðaflota Axel Springers. Eg sæki einkum heimildir í bók Heinrich Bölls, GLötuð œra Katrínar Blúm 1974,1 og verk Gúnter Wallraffs um Bild, einkum frásögn hans af eigin starfi á blaðinu, Uppslcettinum (maðurinn sem var Hans Esser á Bild) 1977, sem hann fylgdi eftir með annarri bók, Vitnum ákœrandans 1979.2 Þessa athugun látum við verða tilefni vanga- 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.