Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 47
Halldór Guðmundsson
Bókmenntir gegn
gulri pressu
Um Gúnter Wallraff, Heinrich Böll og Axel Springer
Skiptingin í ,hámenningu‘ og ,lágmenningu‘, góða list og fjöldaframleiðslu-
afurðir er af mörgum talin höfuðeinkenni vestrænnar menningar á þessari öld.
Þessi skipting er að vísu orðin margra alda gömul, en kannski hefur gjáin aldrei
verið dýpri, óyfirstíganlegri en nú — eða það er að minnsta kosti hald margra
sem fást við menningarmál. Svartsýnismenn sjá alla alþýðu fyrir sér í helgreipum
auðhringa menningariðnaðarins, meðan þeim fækki stöðugt sem láti sig
„sanna“ list einhverju skipta. Það er hægur vandi að sýna fram á að myndin er
öllu samsettari en svo að blóm fmkúltúrsins sé að verða undir skriðdreka
skrílmenningarinnar, en það er engin ástæða til að loka augunum fyrir mót-
setningunum, neita sér jafnvel um allt fagurfræðilegt gildismat í nafni
alþýðuhyggju. Það er nær að spyrja um möguleika og takmarkanir listarinnar á
okkar tímum, hvaða kosti t. d. róttæk list eigi til að losa fólk úr hugmynda-
fræðilegum viðjum borgaralegs samfélags. Og hver eru í raun tök svonefnds
menningariðnaðar og hversu einsleitar eru afurðir hans? Sósíalistar hafa ærna
ástæðu til að velta þessu fyrir sér, því enginn vafi leikur á að vægi hugmynda-
fræðilegrar baráttu og menningarlegs forræðis hefur aukist mjög í kapítalism-
anum.
Islenskir sósíalistar hafa ekki mikið um þessi mál rætt fremur en önnur, þó að
vissulega séu til dæmi um menningarlegt andóf (s. s. Alþýðuleikhúsið). í
tímaritinu Svart á hvítu hafa birst greinar um fjöldamenningu, Skírnir hefur birt
félagsfræðilegar athuganir á bóklestri og Tímarit Máls og menningar hefur
helgað eitt hefti dægurbókmenntum (1, 1978). Hér verður vikið að þessum
vanda útfrá mjög afmörkuðu sjónarhorni: Ætlunin er að segja frá baráttu
rithöfunda í þýska Sambandslýðveldinu við útbreiddasta dagblað Evrópu, Bild,
stærsta og ófrýnilegasta skipið í blaðaflota Axel Springers. Eg sæki einkum
heimildir í bók Heinrich Bölls, GLötuð œra Katrínar Blúm 1974,1 og verk Gúnter
Wallraffs um Bild, einkum frásögn hans af eigin starfi á blaðinu, Uppslcettinum
(maðurinn sem var Hans Esser á Bild) 1977, sem hann fylgdi eftir með annarri
bók, Vitnum ákœrandans 1979.2 Þessa athugun látum við verða tilefni vanga-
165