Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 54
Tínitirit Má/s og menningar Böll hefur allan sinn feril verið upptekinn af sannleiksgildi tungumálsins. Hann byrjar að skrifa eftir nasismann og virtist eins og mörgum öðrum af hans kynslóð sem þýskan væri „gerspillt" mál. Hann hefur líka löngum verið tor- tiygginn gagnvart tungumáli visindanna og haldið því fram eins og fleiri að skáldskapur flytji eigin sannleik." Adeila hans á skriffinnsku og talsmáta ríkis- stofnana hefur færst í vöxt með árunum, er t. d. greinileg í bókinni Hðpmyndmeá konu. Sjálfur skrifar hann stíl sem fer nærri talmálinu, vegna þess að hann vill tala við lesendur sína í trúnaði eins og hann orðar það. Þessi trúnaður er ekki til í dauðu tungumáli skriffinnskunnar, enda likir sögumaður í öðrum kafla bókarinnar starfi sínu við skurðgröft og uppþurrkun lands. Það vatn sem verið er að leiða burt er lífið sjálft, stofnanirnar og Blaðið eru að sjúga allan mann- legan mátt úr Katrinu, reyna að draga hana niður á sitt svið. Danski bókmenntafræðingurinn Sören Schou, sem skrifað hefur talsvert um Böll, telur sig greina hér skýr áhrif frá kaþólskunni.'-’ Katrín (á grísku hin hreina) talar hið „sanna“ mál, sem er skylt guðsorðinu, og hún er annars konar manneskja en það fólk sem er að reyna að kúga hana. Hún er mjög siðferðilega þenkjandi, dálítið gamaldags, vinnusöm, áreiðanleg, heiðarleg, vinaföst og varfærin i kynferðisefnum. Þess vegna er hún líka ögn óraunveruleg, persónu- gervingur hins góða, enda minnir nafnið á heilaga Katrínu (úr þvi minnst er á nafnasymbólik: ástmaður hennar heitir Götten, samstofna guði, og blaðasnáp- urinn Tötges, samstofna dauða). Þegar Katrín hittir Götten hefur þessi feimna stúlka fundið hina einu sönnu ást, eins og ótal persónur i fyrri sögum Bölls. Þessi skyndilega, eðlislæga, óskeikula og óskýranlega tilfinning fyrir hinu sanna hefur jafna verið sterkur þáttur í trúarskilningi Bölls. Tilfinningin er sjálf- sprottin og ekki tengd neinum stofnunum, enda hefur Böll aldrei haft mikið álit á stofnunum trúarinnar fremur en samfélagsins. Þessa tilfinningu lætur Katrin stjórna sér í ástinni og lika þegar hún skýtur blaðamanninn. Hún býður honum heim til sín svo hún geti séð hann, sér um leið að hann er „svín“ (s. 185) og lætur því skotið ríða af. Margir hafa orðið til þess að benda á að þetta skyndilega uppgjör við hið illa á sér hliðstæðu í bók Bölls Billjard klukkan hálftíu þegar Jóhanna gamla skýtur valdsmanninn (eitthvert merkasta uppgjör við nasismann í þýskum efdrstríðsbókmenntum, sagði Georg Lukacs).1' Morðið verðureins konar kaþarsis — hreinsun tilfinninganna — fyrir Katrinu, eftir það fer hún hnarreist í fangelsi til að bíða eftir honum „elsku Lúðvík“ sínum í nánast dularfullri vissu (a. m. k. sé tekið tillit til þess að hún hefur ekki þekkt hann nema í hálfan sólarhring). Blaðið er hið illa í bókinni, aflið sem eyðileggur tilveru Katrínar og vina 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.