Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 60
Tímarit Má/s og menningar Breklum fórst lítið barn — og við skálum í kampavíni.“ (Schlagzeile s. 42). Óvíða er firring vinnunnar áþreifanlegri: Verkafólk verður að selja vinnuafl sitt til að framleiða afurðir sem það ræður ekki yfir, en blaðamenn selja „sjálf“ sitt, reynslu sína, skapferli og tjáningarhæfni. Það er ekki svo að starfsmenn Bild fái dagskipan um hverju þeir skuli ljúga í næsta blað. Þeir verða bara að malla einhverja spennandi frétt eftir Bild-mynstri, og þeim gefst afar lítill tími til heimildakönnunar. Ef hún kemst í blaðið býr ritstjórnarfulltrúinn til stórýkta fyrirsögn, sem blaðamaðurinn reynir svo að standa við í lokaútgáfu fréttarinnar. Að lokum getur orðið ansi erfitt að koma auga á eitthvað sem fréttin og sjálft tilefni hennar eiga sameiginlegt. Stundum reynir blaðamaðurinn líka að lappa ögn upp á veruleikann, eins og þegar þunglyndur lesandi hringir i blaðið í sjálfsmorðshugleiðingum og viðkomandi fréttamaður hvetur hann til að standa við fyrirætlun sína, svona uppá „fréttina“ (Uppslátt- urinn s. 210). Þetta eru nú einu sinni starfshættir Bild, og það fer ekki hjá þvi að þeir hafi áhrif á starfsmennina, jafnvel þó þeir hafi upphaflega verið „ágætis fólk“. Bestu kaflarnir i bók Wallraffs eru einmitt þeir þar sem hann lýsir áhrifum Bild- starfans á sjálfan sig. Hann hegðar sér eins og sannur Bild blaðamaður og tekur að sér sömu skítverk og þeir, og smám saman fer hann að efast um eigið mótstöðuafl. „Ætli ég nái mér nokkurn tíma alveg aftur?“ spyr hann sig þegar hann er farinn að hugsa í Bild-fyrirsögnum og á i mestu erfiðleikum með að hlusta á vini sína segja frá, vegna þess að það er ekkert nógu ,,fréttnæmt“ í því sem þeir segja. Hann líkir þessu við að ætla sér að skrifa grein um eiturlyfja- vandann og byrja á því að sprauta sig fyrst. A Bild þekkist ekki annað en hástig lýsingarorða, og vinsælasta stílbragðið eru sterkar andstæður, sem líka birtast í sjálfri uppsetningu blaðsins. Hámarki nær þessi aðferð í fyrirsagnagerðinni, því uppslátturinn verður alltaf að vera eins ógnvekjandi og ótrúlegur og hægt er. Tökum dæmi (úr bókinni Vitni ákcer- andans)'. „Húsmóðir drap sig með hamri — óttaðist vorhreingerningarnar,“ stóð á forsíðu Bild 30. apríl 1979- Wallraff sýnir í þessari seinni bók sinni fram á að: 1. Fréttin er uppspuni út frá sjálfsmorði konu sem lengi hafði átt við andlega vanheilsu að striða, 2. Uppsláttur Bild varð til þess að eiginmaður hennar framdi líka sjálfsmorð. Þessar staðhæfingar hans hafa lögfræðingar Bild ekki getað hrakið. Þar sem fyrirsögnin á að láta lesandanum bregða á fréttin sjálf að róa hann að nýju, vekja viðbrögðin „Bild ræður nokk fram úr þessu“. Sérstakur þáttur í blaðinu heitir „Bild kemur til hjálpar“, þar eru lesendur hvattir til að hringja í blaðið og leita hjálpar i sínum vanda. Einstaka 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.