Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 60
Tímarit Má/s og menningar
Breklum fórst lítið barn — og við skálum í kampavíni.“ (Schlagzeile s. 42).
Óvíða er firring vinnunnar áþreifanlegri: Verkafólk verður að selja vinnuafl sitt
til að framleiða afurðir sem það ræður ekki yfir, en blaðamenn selja „sjálf“ sitt,
reynslu sína, skapferli og tjáningarhæfni.
Það er ekki svo að starfsmenn Bild fái dagskipan um hverju þeir skuli ljúga í
næsta blað. Þeir verða bara að malla einhverja spennandi frétt eftir Bild-mynstri,
og þeim gefst afar lítill tími til heimildakönnunar. Ef hún kemst í blaðið býr
ritstjórnarfulltrúinn til stórýkta fyrirsögn, sem blaðamaðurinn reynir svo að
standa við í lokaútgáfu fréttarinnar. Að lokum getur orðið ansi erfitt að koma auga
á eitthvað sem fréttin og sjálft tilefni hennar eiga sameiginlegt. Stundum reynir
blaðamaðurinn líka að lappa ögn upp á veruleikann, eins og þegar þunglyndur
lesandi hringir i blaðið í sjálfsmorðshugleiðingum og viðkomandi fréttamaður
hvetur hann til að standa við fyrirætlun sína, svona uppá „fréttina“ (Uppslátt-
urinn s. 210).
Þetta eru nú einu sinni starfshættir Bild, og það fer ekki hjá þvi að þeir hafi
áhrif á starfsmennina, jafnvel þó þeir hafi upphaflega verið „ágætis fólk“. Bestu
kaflarnir i bók Wallraffs eru einmitt þeir þar sem hann lýsir áhrifum Bild-
starfans á sjálfan sig. Hann hegðar sér eins og sannur Bild blaðamaður og tekur
að sér sömu skítverk og þeir, og smám saman fer hann að efast um eigið
mótstöðuafl. „Ætli ég nái mér nokkurn tíma alveg aftur?“ spyr hann sig þegar
hann er farinn að hugsa í Bild-fyrirsögnum og á i mestu erfiðleikum með að
hlusta á vini sína segja frá, vegna þess að það er ekkert nógu ,,fréttnæmt“ í því
sem þeir segja. Hann líkir þessu við að ætla sér að skrifa grein um eiturlyfja-
vandann og byrja á því að sprauta sig fyrst.
A Bild þekkist ekki annað en hástig lýsingarorða, og vinsælasta stílbragðið
eru sterkar andstæður, sem líka birtast í sjálfri uppsetningu blaðsins. Hámarki
nær þessi aðferð í fyrirsagnagerðinni, því uppslátturinn verður alltaf að vera eins
ógnvekjandi og ótrúlegur og hægt er. Tökum dæmi (úr bókinni Vitni ákcer-
andans)'. „Húsmóðir drap sig með hamri — óttaðist vorhreingerningarnar,“ stóð
á forsíðu Bild 30. apríl 1979- Wallraff sýnir í þessari seinni bók sinni fram á að: 1.
Fréttin er uppspuni út frá sjálfsmorði konu sem lengi hafði átt við andlega
vanheilsu að striða, 2. Uppsláttur Bild varð til þess að eiginmaður hennar framdi
líka sjálfsmorð. Þessar staðhæfingar hans hafa lögfræðingar Bild ekki getað
hrakið. Þar sem fyrirsögnin á að láta lesandanum bregða á fréttin sjálf
að róa hann að nýju, vekja viðbrögðin „Bild ræður nokk fram úr
þessu“. Sérstakur þáttur í blaðinu heitir „Bild kemur til hjálpar“, þar eru
lesendur hvattir til að hringja í blaðið og leita hjálpar i sínum vanda. Einstaka
178