Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 70
Tímarit Má/s og menningar hættu heim en hinn menningarlegi elítismi. Menn freistast til að líta á Bild sem „ómeðvitaða endurframleiðslu borgaralegrar hugmyndafræði“ og gleyma þar með pólitískum áhrifum blaðsins. Ut frá svona greiningum er hugsanlegt að draga þá ályktun að sérhver pólitísk barátta gegn Bild sé ekki bara vonlaus, heldur heimskuleg; ályktun sem kann að vera freistandi þegar vinstrihreyfingin er ekki burðugri en hún er í Sambandslýðveldinu. Kostur Wallraffs er að hann vill aldrei sætta sig við hlutina, heldur reynir hann að finna einhverjar baráttu- leiðir. Afskræming hins opinbera vettvangs og borgaralegra málfrelsishugsjóna er i brennidepli í bók Heinrichs Bölls. Katrín Blúm og Blaðið eru sitt hvor póllinn í móralskri heimsmynd höfundar. Blaðið saurgar allar hugsjónir um upplýs- ingu, gagnrýna hugsun, samstöðu með lítilmagnanum, já m. a. s. tungumálið sjálft. Gagnrýni Bölls tekur mið af hinum upphaflegu borgaralegu hugsjónum um opna og krítíska samfélagsumræðu. Þær hugsjónir birtast t. d. í siðferði- legum prinsippum Katrínar, sem máttarstólpar samfélagsins sameinast Blaðinu um að rífa niður. Ulfarnir tæta í sundur einkavettvang hennar uns hún skýtur einn þeirra. Þetta uppgjör ástarinnar við ofbeldisfullt samfélag hefur e. k. „æðri“ drætti, enginn lesandi getur talið morðið sem Katrín fremur siðlaust. Það er Blaðið sem er fordæmt. Verk Wallraffs er af allt öðrum toga. Það markar upphaf heillar herferðar gegn Bild og er liður í tilraunum þýskra vinstrimanna til að brjótast út úr einangrun sinni og hefja gagnsókn á hendur afturhaldinu. Wallraff sýnir okkur hvernig Bild starfar, hvers konar vinnustaður þetta blað er, hvernig tilbúning- urinn þróast stig af stigi. Lesandinn veit að Wallraff þarf að hafa sönnunargögn á takteinum til stuðnings hverri einustu málsgrein bóka sinna, vegna þess að her lögfræðinga reynir að finna á þeim vankanta. Um leið veit lesandi hans hvert hann getur snúið sér vilji hann taka þátt í þessari baráttu og leggja sitt af mörkum. Böll boðar fordæmingu á Bild, Wallraff baráttu gegn blaðinu. Bók Bölls er ekki „sönn“ í sama skilningi, en það er ekki þar með sagt að hún sé ótrúverðug. Einmitt vegna þess að hún er skáldsaga hefur hún ýmsar hliðar umfram lýsingar Wallraffs. Böll tekst að gefa heilsteypta mynd af þeim áhrifum sem Bild getur haft á örlög einnar manneskju, sem lesandinn hlýtur að finna til samstöðu með. Hann sýnir vanmátt hins valdalausa einstaklings gagnvart fjölmiðli og ríkisstofnunum. Og honum tekst með stílbrögðum sínum og frásagnartækni að koma heilmiklu á framfæri um þá útreið sem tungumálið sjálft fær við þessar aðstæður, sýna hvernig hægt er að afskræma veruleikann 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.