Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 75
Síðasta úrrœdið árangri með því að segja: „Ég er lögreglublaðamaður“ og umlar „blaðamaður" svo ógreinilega að ekki heyrist nema „lögreglu“. Aðstandendur halda að ef til vill eigi að nota myndina sem sönnunargagn svo auðveldara verði að handsama þann seka og láta honum þá oft í té hálf myndaalbúm. Eftir því hvernig hann metur aðstöðuna á Klampf það til að taka fólk á taugum: „Við getum auðvitað líka útvegað okkur mynd frá líkhúsinu, en hún verður þá ekki sérlega falleg.“ Einstaka sinnum fer hann svo út í „samúðarleikinn“, þótt það sé miklu frekar sérsvið Viktors Löhleins, eldri starfsbróður hans. Hann læst fá hjartakrampa, biður um glas af vatni og kemst þannig fyrst inn í íbúðina til að jafna sig, en síðan linnir hann ekki látum fyrr en hann er með myndirnar í höndum til birtingar. (Ut frá lagalegu sjónarmiði er slíkt ekki alltof tilfinnanleg röskun á heimilisfriðnum!). Heribert Klampf hefur gert sér romsu um það hvernig hann skilji starf sitt, og hana þylur hann upp úr sér með viðeigandi tilburðum: „Skubi—skubi—dúa, konan mín er veik, maðurinn hennar er dauður, eigið þér ekki mynd handa mér?!“ Þennan særingarformála ber hann fram með glæsibrag eftir velheppnað bragð til að komast yfir ljósmynd. Hann snýr sér þá í hring og heldur annarri hendinni á lofti yfir höfði sér með útglennta fingur, eins og hann vildi segja: Hvern vorum við nú að plata? Og samt sem áður hefur Klampf ekki öðlast þann ruddaskap sem er dæmi- gerður fyrir BILD. Til þess er hann ekki nógu kaldrifjaður. Hann virðist öllu heldur vera í einskonar sæluástandi eins og undir áhrifum vímugjafa. En hann tekur engin fiknilyf. Hann er eins og maður sem tekur ekkert lengur alvarlega. Stundum rær hann sér taktfast fram og aftur frá sér numinn meðan hann er að skrifa og brosir sakleysislega framan í mann. Eins og núna þegar hann er í símasambandi við sjálfsmorðingjann sem hefur af ásettu ráði tilkynnt BILD áform sitt. Það sem hér fer á eftir er orðrétt upprifjun atviks sem gerðist á ritstjórnar- skrifstofúnni að kvöldi dags þ. 27. júní, eins og ég upplifði það. Á þeirri stundu er ég að glíma við blóði drifna frásögn sem Schwindmann hefur heimtað af mér: „Hvað böðlarnir í Hannover græddu fyrir hvern haus“. Hann fékk hugmyndina frá samskonar sögu í Hamborgarútgáfu BILD. „Ef ég næ tökum á þér og þú fæst ekki til að játa skal ég halda áfram að teygja þig og toga á kvalabekknum þangað til hægt er að sjá kertaljós í gegnum þig. Þannig ógnaði Braunschweigböðullinn árið 1662 fjórtán ára gamalli stúlku sem 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.