Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 81
Helga Sigurjónsdóttir
„Það er menning að fæða barnu
Viðtal við Evu Björkander-Mannheimer,
fe'lagsfrceðing í Gautaborg
Um þessar mundir eru liðin 10—15 ár síðan nýju kvennahreyfingarnar, sem svo
hafa verið nefndar, fóru að láta á sér kræla. Það er hæfilegur tími til að unnt sé að
fara að varpa á þær ljósi sögunnar. Háskólar og fleiri menntastofnanir í
V-Evrópu og Bandaríkjunum hafa viðurkennt i verki nauðsyn kvennarann-
sókna og það hafa konur notfært sér óspart. Margar eru þegar farnar að rannsaka
þetta skeið í sögu vestrænna kvenna, kanna strauma og stefnur í hinni nýju
kvennabaráttu, ástæðurnar fyrir henni o. s. frv. Þróun baráttunnar hefur verið
mismunandi i hinum ýmsu löndum. Anna G. Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur i
Orebro í Svíþjóð, greinir í henni fjórar meginstefnur: Kynhlutverkastefnu,
kenninguna um kvennamenningu, kenninguna um karlveldi (patriarkat), þ. e.
vald karla yfir konum og loks marxíska stefnu. Hér er ekki ætlunin að fara nánar
út i þessa flokkun Onnu heldur er á hana minnst til glöggvunar á því sem á eftir
fer. Anna er að vinna að doktorsritgerð um þróun kvennarannsókna á 8.
áratugnum. Kynhlutverkastefnan og marxísk stefna einkenndu kvennahreyf-
ingarnar fyrstu árin. Kenningin um karlveldið er þó útbreidd alla tíð, sérstak-
lega í Bandarikjunum en kenningin um kvennamenningu kemur fram siðast.
Um 1975 á Norðurlöndum en nokkrum árum áður í Bandaríkjunum en þaðan
er hugtakið kvennamenning ættað. í Svíþjóð er árið 1975 talið marka tímamót.
Þá taka margar baráttukonur að draga i efa ágæti marxískrar stefnu, telja hana
duga konum skammt einvörðungu, fleira þurfi að koma til svo að frelsi kvenna
verði að veruleika. Þessar konur halda nú á loft kenningunni um kvenna-
menningu. Einn talsmaður hennar er Eva Björkander-Mannheimer. Hún er
félagsfræðingur i Gautaborg og er að skrifa doktorsritgerð um konur i Sviþjóð
eftir heimsstyrjöldina siðari. Ég heyrði hana tala á fundi í fyrrahaust og þótti
boðskapur hennar það merkilegur að hann ætti e. t. v. erindi við lesendur TMM.
Hún tók vel málaleitan minni um viðtal og fyrst bið ég hana að kynna sig
lítillega, segja frá menntun og starfi, áhuganum á kvennapólitik o. s. frv.
199