Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 86
Tímarit Máls og menningar
— En marxísk kenning er afar handhægt tæki og einfalt og gerir ráð fyrir að
vandamál mannkyns verði leyst á teknískan máta. Lenín og aðrir valdhafar í
Sovétríkjunum hugsuðu t. d. allir teknískt. Allt var flokkað, einfaldað og
reiknað út. Eg er sannfærð um að hefði Lenín verið kona og sömuleiðis það
harðsnúna lið sem hann hafði með sér, hefði risið upp í Sovétríkjunum allt
annað þjóðfélag en þar er nú.
— Meðal þeirra sem sögðu skilið við marxismann um þetta leyti eru Maria
Bergom-Larsson, þekktur bókmenntafræðingur. Hámarki náði þetta uppgjör
með umræðum og ritdeilum i Dagens Nyheter sumarið 1979 en þá kom út í
annað sinn bók Elin Wágner, Váckarklocka, og skömmu áður fyrri hluti
ævisögu hennar eftir Ullu Isaksson og Erik Hjalmar-Linder. Síðari hlutinn kom
út í haust. Váckarklocka var fyrst gefin út 1941 en náði þá ekki eyrum margra.
Nú eru konur í Svíþjóð að endurvekja kenningar Elinar Wágner um forna
kvennamenningu og mæðraveldi. Einnig nýtur boðskapur hennar um afvopn-
un og frið og um umhverfisvernd sívaxandi vinsælda bæði meðal karla og
kvenna.
Þegar hér er komið sögu finnst Evu rétt að fara að víkja talinu að hinum
týnda kvennaheimi og kvennamenningu og hvaða afleiðingar það hefur fyrir
konur að vera búnar að glata sinni eigin sjálfsmynd.
— Þegar ég var að safna efni í ritgerð mína um konur eftir stríð átti ég viðtöl
við fjölmargar mæður og dætur i Gautaborg. Þá komst ég að raun um það að
málið sem ég notaði, hefðbundið akademískt mál, dugði alls ekki til að lýsa
raunveruleika þessara kvenna. I kvennarannsóknum, sérstaklega hinum fyrstu,
kemurgjarnan fram hvað konum liði illa, hvað þær hafi lág laun, gamlar konur
og konur utan af landi fái verstu störfin, aðeins fáar og velmenntaðar konur séu
í góðum og vellaunuðum störfum o. s. frv. Víst er allt þetta satt, konur hafa litla
menntun og lág laun, en í þeirra menningarheimi gilda að hluta til önnur
lögmál en í þessum venjulega sýnilega heimi. Verðmætamatið er annað og það
verður ekki mælt á mælikvarða karlveldis né því lýst á vísindamáli. Þessi
verðmæti eru leifar af kvennamenningunni, sem er ósýnileg og eðlisólík karla-
menningu tæknisamfélaganna. Ennþá skilja konur verðmætin sem fólgin eru í
hollum mat, heilnæmu vatni, traustum tilfinningatengslum við annað fólk,
góðu heimilislífi, heilbrigðum börnum o. s. frv. Raunverulegum lifsgæðum.
„Eymdarrannsóknirnar" sem ég nefni svo, þ. e. um það hvað konur eigi bágt, ná
ekki yfir þennan þátt i lífi kvenna. Samt eru það þessi atriði sem oftar en ekki eru
aðalinntakið í lífi kvenna. Kvennamenningin er ekki bara eymdin uppmáluð
eins og oft kann að virðast vegna þess að allt sem konur gera er talið ómerkilegt
204