Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 94
Tímarit Máls og menningar Ásýnd hans var sem himinn, þar sem hófust á brautum sínum sól og máni, og lýstu hinn smáa jarðar hring. (V,2) Veröldin er smá, því ekki verður frá henni flúið. Veröldin er smá, því hægt er að leggja hana undir sig. Veröldin er smá, því til þess að tjónka við hana nægir tilviljun, hjálparhönd, eða vel úti látið högg. Þrír menn hafa skipt heiminum á milli sín. Maður sem hugðist veita þeim mótspyrnu, hefur þegar beygt sig fyrir þeim. Hann heldur veizlu og býður þrívöldunum á galeiðu sína. Þeir drekka. Lepídus verður fyrstur ofurölvi. Hann dettur á þilfarinu. Þjónn slöngvir honum yfir öxl sér og ber „stólpa heimsins“ burt. Liðsforingjarnir líta til hershöfðingja sins: Enóbarbus. .. . hann lyftir þriðja hluta heims. Menas. Einn þriðji er drukkinn. (11,7) Þarna er sýnt í hugskot í fyrsta sinn. En á sömu galeiðunni gerist það öðru sinni, og öllu grimmilegar þó. Þrívaldarnir eru drukknir, og Pompejus er kvaddur á brott úr hófinu af einum sinna fylgismanna. Sá maður leggur til, að upp séu undin segl og drottnar heimsins þrír skornir á háls. Þetta er ein mikilfenglegasta sýnan í Antoni og Kleðpötru; enn eitt atriði sem er ekki sótt til Plútarks, heldur tekið beint úr reynslu-heimi nýjunartímans; svo nútíðarlegt atvik að furðu sætir. Pompejus hafnar þessu ráði. En hvernig hafnar hann því? Hann áfellist Menas fyrir að hafa ekki gert það sjálfur; fyrir að biðja um samþykki sitt fyrirfram en ekki að loknu verki: Já, ef þú hefðir gert það orðalaust, sem af mér er níðingsverk, en hefði verið þegnskapur af þér. (11,7) Persónur Racines hafa fullt valfrelsi. Himinninn er ávallt þögull; jörðin virðist ekki vera til. Þau eru ein. Þau tærast af ástríðu, en eru sjálfum sér augljós. Verkið er unnið, eða mun verða unnið; það á heima í forsögu harmleiksins, eða verður framið í loka-sýnunni. Þau eru altekin af því fimm þætti á enda. Þau búast til þess eins og til stökks út i ginnungagap. Þau grandskoða það frá öllum sjónarmiðum á léttfleygum alexandrínskum ljóðlínum. Ljóðlínunum fatast aldrei flugið. Og hetjurnar sjálfar eru göfugar og tærar eins og alexandrínsku ljóðlínurnar. Persónur Shakespeares — ef til vill að Hamlet undan teknum — eru sjálfum 212
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.