Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 97
Vicente Navarro Þjóðarmorð í E1 Salvador Dagana 9.—11. febrúar 1981 voru haldin réttarhöld í Mexikóborg frammi fyrir Fastadómstól þjóðanna í máli Mannréttindanefndar E1 Salvador gegn núverandi samstjórn herforingja og kristilegra demókrata. Ríkisstjórninni vargefið að sök að bera ábyrgð á „skipulögðum brotum gegn efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum og félagslegum réttindum þjóðar E1 Salvador og gegn sjálfs- ákvörðunarrétti hennar... þessi brot hafa gerst æ stórfelldari og alvarlegri með tímanum þannig að nú blasir við útrýming mikils hluta þjóðarinnar, einstakl- inga og heilla hópa.“ I ákæruskjalinu segir ennfremur: „Þessari stefnu er framfylgt af ólögmætri stjórn sem heldur velli vegna stuðnings erlendra aðila, einkum ríkisstjórnar Bandaríkjanna, og vegna atfylgis lögreglu, hers og leynilegra vopnaðra sveita sem ógna nú lífi og limum borgara E1 Salva- dor.“ Mannréttindanefnd E1 Salvador eru samtök nokkurra salvadorska ríkisborg- ara. Hún var stofnuð 1978 í kjölfar stórfelldrar og vaxandi kúgunar á vegum vopnaðra sveita ríkisins. Nefndarmenn safna nákvæmum upplýsingum um mannréttindabrot í E1 Salvador og stofna sér með því í bráða lífshættu. Aðal- stöðvar nefndarinnar í E1 Salvador hafa orðið fyrir endurteknum sprengjuárás- um og nokkrir nefndarmenn hafa verið líflátnir. Skýrslur þeirra um mannrétt- indabrot voru fluttar reglulega í útvarpsstöð kaþólsku kirkjunnar þangað til sú stöð var sprengd í loft upp af ríkislögreglunni. Nú birtast vikulegar skýrslur í dagblaði kirkjunnar, Orientacíon, og í Independiente, en það dagblað er orðið að dreifiriti eftir að skrifstofur þess voru lagðar í rúst af sveitum herforingja- stjórnarinnar. Nefndin hefur vakið á sér alþjóðaathygli fyrir hugrekki og ómetanlegt starf og verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Nefndin vinnur í nánum tengslum við marga aðra hópa í E1 Salvador. Einna merkastur þeirra er Lögfræðiaðstoð erkibiskupsdæmis E1 Salvador sem Romero erkibiskup kom á fót áður en hann var myrtur. Erkibiskupinn naut mikilla vinsælda meðal fátæks fólks i landinu, sem eru meirihluti íbúanna, enda lét hann sig réttinda- og velferðarmál þeirra mjög miklu skipta. Sjálfur komst hann svo að orði: 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.