Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 97
Vicente Navarro
Þjóðarmorð í E1 Salvador
Dagana 9.—11. febrúar 1981 voru haldin réttarhöld í Mexikóborg frammi fyrir
Fastadómstól þjóðanna í máli Mannréttindanefndar E1 Salvador gegn núverandi
samstjórn herforingja og kristilegra demókrata. Ríkisstjórninni vargefið að sök
að bera ábyrgð á „skipulögðum brotum gegn efnahagslegum, pólitískum,
menningarlegum og félagslegum réttindum þjóðar E1 Salvador og gegn sjálfs-
ákvörðunarrétti hennar... þessi brot hafa gerst æ stórfelldari og alvarlegri með
tímanum þannig að nú blasir við útrýming mikils hluta þjóðarinnar, einstakl-
inga og heilla hópa.“ I ákæruskjalinu segir ennfremur: „Þessari stefnu er
framfylgt af ólögmætri stjórn sem heldur velli vegna stuðnings erlendra aðila,
einkum ríkisstjórnar Bandaríkjanna, og vegna atfylgis lögreglu, hers og
leynilegra vopnaðra sveita sem ógna nú lífi og limum borgara E1 Salva-
dor.“
Mannréttindanefnd E1 Salvador eru samtök nokkurra salvadorska ríkisborg-
ara. Hún var stofnuð 1978 í kjölfar stórfelldrar og vaxandi kúgunar á vegum
vopnaðra sveita ríkisins. Nefndarmenn safna nákvæmum upplýsingum um
mannréttindabrot í E1 Salvador og stofna sér með því í bráða lífshættu. Aðal-
stöðvar nefndarinnar í E1 Salvador hafa orðið fyrir endurteknum sprengjuárás-
um og nokkrir nefndarmenn hafa verið líflátnir. Skýrslur þeirra um mannrétt-
indabrot voru fluttar reglulega í útvarpsstöð kaþólsku kirkjunnar þangað til sú
stöð var sprengd í loft upp af ríkislögreglunni. Nú birtast vikulegar skýrslur í
dagblaði kirkjunnar, Orientacíon, og í Independiente, en það dagblað er orðið
að dreifiriti eftir að skrifstofur þess voru lagðar í rúst af sveitum herforingja-
stjórnarinnar. Nefndin hefur vakið á sér alþjóðaathygli fyrir hugrekki og
ómetanlegt starf og verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.
Nefndin vinnur í nánum tengslum við marga aðra hópa í E1 Salvador. Einna
merkastur þeirra er Lögfræðiaðstoð erkibiskupsdæmis E1 Salvador sem Romero
erkibiskup kom á fót áður en hann var myrtur. Erkibiskupinn naut mikilla
vinsælda meðal fátæks fólks i landinu, sem eru meirihluti íbúanna, enda lét
hann sig réttinda- og velferðarmál þeirra mjög miklu skipta. Sjálfur komst hann
svo að orði:
215