Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 101
Þjóðarmorð í El Salvador
einn af foringjum valdaránsins 1978 þar sem harðstjóranum Carlos Humberto
Romero var steypt og möguleikar opnuðust til raunverulegra umbóta.
Meirihluti þjóðarinnar er andstæður herforingjastjórninni, og í pólitískri
samfylkingu gegn henni, Lýðræðislegu byltingarfylkingunni, er að finna póli-
dska hópa af öllu tagi og fulltrúa allra stétta landsmanna, allt frá kristilegum
demókrötum, kristilegum sósíalistum, frjálslyndum demókrötum til sósíal-
demókrata, sósíalista og kommúnista. Hin vopnaða barátta er samræmd og
stjórnað af Þjóðfrelsisfylkingu Farabundo Marti (Frente Farabundo Martípara la
Liberaáón Naáonal (FMLN) — og þar eru líka fulltrúar helstu pólitískra afla.
Sérstaka athygli dómsins vakti það hve virkir kristilegir hópar hafa verið í
frelsisbaráttu alþýðunnar, innan eigin stofnana eða ýmissa þeirra pólitísku
fylkinga sem nefndar hafa verið. Margir trúarleiðtogar hafa tekið forustu í
almennri frelsisbaráttu, t. d. presturinn Ernesto Bamera Moto sem myrtur var,
einn af foringjum FMLN, og Apolonaris Serrano sem var myrtur, stofnandi og
aðalritari Kristilegs sambands salvadorskra smábænda og landbúnaðarverka-
manna (FECASS).
II. Kerfisbundin ógnarstjóm
Til þess að halda völdum beitir herforingjastjórnin skipulögðum ógnunum og
hermdarverkum sem beinast gegn öllum stéttum og skoðanahópum. Þeir
vitnisburðir og gögn sem lögð voru fyrir dómstólinn voru hræðileg og yfir-
þyrmandi. Giulio Girardi, ítalski guðfræðingurinn, einn af dómendum, komst
svo að orði: „Þau kerfisbundnu hermdarverk sem dómstóllinn hefur komist að
raun um eru skelfilegri en hægt er að ímynda sér. Hvernig geta mannlegar verur
— pyndingarmennirnir— verið svo ómennskir og hrottafengnir?“
Einkenni þessarar ógnarstjórnar eru eftirfarandi:
1. Fáheyrður hrottaskapur. Fólk er fangelsað og pyndað á hinn hroðalegasta hátt.
Meðal algengustu pyndingaraðferða eru þessar:
a) Gelding þar sem kynfærin eru skilin eftir í munni fórnarlambsins.
b) Nauðgun og afmyndun líkama kvenna.
c) Pyndingar á börnum og nauðganir á stúlkubörnum, m. a. tungur
skornar úr og augu krækt út (framkvæmt af ásetningi í viðurvist foreldra
og ættingja).
d) Magaskurður á ófrískum konum og fóstrinu síðan kastað fyrir hunda.
e) Beiting sérstakra efnasambanda til að brenna fanga lifandi.
219