Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Blaðsíða 120
Umsagnir um bækur
HVAR ER UNGUM BEST?
Þegar Hreiðar Stefánsson rithöfundur tók
við verðlaunum Fræðsluráðs Reykjavíkur
fyrir bókina Grösin íglugghúsinu (Iðunn,
1980) nú í vor, sagði hann að undanfarin
ár hefði verið kvartað undan því að of
margar barnasögur gerðust í sveit. Mátti á
honum skilja að hann væri hissa á því að
hans bók skyldi hljóta þessi verðlaun því
hún gerist ekki aðeins í sveit heldur meira
að segja líka í gamla daga. Undirrituð
viðurkennir fúslega að hún hefur átt sinn
þátt i að hræða höfunda frá að skrifa
bækur handa börnum um sveitalíf, því
það er sannarlega komið yfrið nóg af
bókum sem búa til glansmyndir af sveit-
inni og halda því að börnum núna að
hvergi sé í raun lífvænlegt fyrir þau nema
þar. En það verður seint til nóg af bókum
eins og Grösin í glugghúsinu enda er
markmið hennar annað.
I sögunni segir frá drengnum Garðari.
Hann er verkamannssonur úr stórum
kaupstað norðanlands sem heitir Eyri. Það
er kreppa í landi og mikil fátækt meðal
lágstéttarfólks á Eyri, og þótt báðir for-
eldrar Garðars vinni daglaunavinnu eru
bömin mörg og ekki mikið um mat
heima hjá þeim frekar en hjá öðrum í
sömu stöðu. Það er því foreldrum kapps-
mál að koma börnum sínum í sveit sem
matvinnungum, því í sveitinni er nóg að
borða. Garðar er einn hinna heppnu sem
kemst i sveit, og á bænum Hrauni frammi
í Firði gerist saga hans að mestu þetta
sumar sem hann verður 11 ára.
Það er ekki langt fram að Hrauri með
mjólkurbílnum, en þó er eins og Garðar
komi inn í nýjan heim sem kemur honum
aftur og aftur á óvart. Þessa nýju veröld
upplifa lesendur með drengnum, öllu
umhverfi utanhúss og innan er lýst af
mikilli vandvirkni og næmri tilfmningu.
Það fyrsta sem vekur furðu drengsins
þegar hann skoðar bæinn er allt kjötmetið
uppi i rjáfrinu i eldhúsinu (8):
Þegar þú sérð svona mikið kjöt,
dettur þér í hug hvað það er litið kjöt
til heima hjá þér.
Hann fær kjöt og kartöflur að borða fyrsta
kvöldið og borðar sig vel saddan eins og
að líkum lætur. Þar með er þó ekki öll
sagan sögð (10):
En húsbóndinn erönnum kafinn og
tekur ekki eftir þér. Þú horfir og allt í
einu rennur upp fýrir þér hvað hann er
að gera. Hann seilist i hár sér og skegg,
gómar það sem hann er að leita aö,
setur á nögl sér á þumalfmgri, skellir
nögl hins þumalfmgursins að og þú
heyrir smell.
Söguhetju okkar verður svo mikið um að
hún verður að skila öllu góða kjötinu i
grasið fyrir utan bæinn.
238