Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 120
Umsagnir um bækur HVAR ER UNGUM BEST? Þegar Hreiðar Stefánsson rithöfundur tók við verðlaunum Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bókina Grösin íglugghúsinu (Iðunn, 1980) nú í vor, sagði hann að undanfarin ár hefði verið kvartað undan því að of margar barnasögur gerðust í sveit. Mátti á honum skilja að hann væri hissa á því að hans bók skyldi hljóta þessi verðlaun því hún gerist ekki aðeins í sveit heldur meira að segja líka í gamla daga. Undirrituð viðurkennir fúslega að hún hefur átt sinn þátt i að hræða höfunda frá að skrifa bækur handa börnum um sveitalíf, því það er sannarlega komið yfrið nóg af bókum sem búa til glansmyndir af sveit- inni og halda því að börnum núna að hvergi sé í raun lífvænlegt fyrir þau nema þar. En það verður seint til nóg af bókum eins og Grösin í glugghúsinu enda er markmið hennar annað. I sögunni segir frá drengnum Garðari. Hann er verkamannssonur úr stórum kaupstað norðanlands sem heitir Eyri. Það er kreppa í landi og mikil fátækt meðal lágstéttarfólks á Eyri, og þótt báðir for- eldrar Garðars vinni daglaunavinnu eru bömin mörg og ekki mikið um mat heima hjá þeim frekar en hjá öðrum í sömu stöðu. Það er því foreldrum kapps- mál að koma börnum sínum í sveit sem matvinnungum, því í sveitinni er nóg að borða. Garðar er einn hinna heppnu sem kemst i sveit, og á bænum Hrauni frammi í Firði gerist saga hans að mestu þetta sumar sem hann verður 11 ára. Það er ekki langt fram að Hrauri með mjólkurbílnum, en þó er eins og Garðar komi inn í nýjan heim sem kemur honum aftur og aftur á óvart. Þessa nýju veröld upplifa lesendur með drengnum, öllu umhverfi utanhúss og innan er lýst af mikilli vandvirkni og næmri tilfmningu. Það fyrsta sem vekur furðu drengsins þegar hann skoðar bæinn er allt kjötmetið uppi i rjáfrinu i eldhúsinu (8): Þegar þú sérð svona mikið kjöt, dettur þér í hug hvað það er litið kjöt til heima hjá þér. Hann fær kjöt og kartöflur að borða fyrsta kvöldið og borðar sig vel saddan eins og að líkum lætur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð (10): En húsbóndinn erönnum kafinn og tekur ekki eftir þér. Þú horfir og allt í einu rennur upp fýrir þér hvað hann er að gera. Hann seilist i hár sér og skegg, gómar það sem hann er að leita aö, setur á nögl sér á þumalfmgri, skellir nögl hins þumalfmgursins að og þú heyrir smell. Söguhetju okkar verður svo mikið um að hún verður að skila öllu góða kjötinu i grasið fyrir utan bæinn. 238
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.