Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 121
Umsagnir um bakur Drengurinn er látinn vinna ótæpilega fyrir mat sínum enda er húsbóndi hans vinnuþjarkur, en eftir því sem drengurinn stælist af góðu viðurværi og heilnæmu sveitalofti hættir hann að vorkenna sér það. Lífið er heldur ekki eintómt strit, inn á milli leikur hann sér við Jóa, son ráðs- konunnar, sem er fílsterkur tvitugur maður en lifir í barnslegum draumaheimi. Seinna um sumarið lifir Garðar miklar yndisstundir með sólskinsbarninu Binnu sem dvelur á bænum yfir háannatimann með ömmu sinni. Garðar hefur aldrei átt neitt, en í sveit- inni eignast hann lamb, vegna þess að hann er viljugur — og vegna þess að það er gamalt ráð bænda til að freista þess að binda börn og unglinga við sveitina. Garðar er geysilega hrifinn, en Vera ráðs- kona áminnir hann (27): — Mundu svo að vera ekki að tönnlast á því að hann Guðlaugur hafi gefiö þér þetta lamb. Þú vinnur fyrir því sjálfur, hróið mitt. Þetta er kaupið þitt — og heyið sem hún étur í vetur er líka kaupið þitt. Við þessi orð ráðskonunnar þykir Garðari ennþá vænna um lambið sitt. Það verður sárt áfall fyrir Garðar að missa þennan dýrgrip sinn — þeir hljóta að missa sem eiga — en verra áfall fær hann þó þegar honum er refsað í fyrsta sinn. Honum verður á að brjóta fullan kassa af eggjum sem á að selja í kaup- staðnum fyrir fisk. Lýsingin á viðbrögðum heimilisfólksins við þessu slysi er ekki margorð en alveg frábærlega skýr og varpar ljósi á eiginleika og fortíð allra persónanna. Jói, sonur ráðskonunnar, verður öskuillur, þótt hann sé besti vinur Garðars á bænum. Hann er vanur refsingum húsbóndans og dettur ekki í hug að hlífa Garðari með því að taka á sig hluta af sökinni. Hann veit lika að það er mesti glæpur sem hugsast getur að eyði- leggja mat þar sem öll tilveran gengur út á það eitt að hafa í sig og á, þræla lifibrauð- inu út úr rýrri jörð. Guðlaugur trúir því ekki að drengur- inn hafi brotið eggin óviljandi, hann vill fá ástæðu fyrir þessum ótuktarskap þótt hann verði að hrista hana upp úr drengn- um með ofbeldi. Það er Vera sem bjargar drengnum, þó ekki með því aö ganga á milli, hún er alltof kúgað hjú til þess. Hún bregst við eins og sá sem hefur séð ofbeldi beitt of oft án þess að geta rönd við reist — og sagan gefur í skyn að það sé sonur hennar sem hefur orðið fyrir því, kannski er það orsök vanþroska hans. Hún setur „hendurnar upp að munninum, hoppar upp í sífellu og veinar eins og sært dýr.“ (35) Við þá sjón bregður Guðlaugi og hann lokar Garðar inni í skúr í stað þess að hrista hann meira. Drengurinn er lamaður af skelfingu (35): Þú sest þarna milli áhaldanna og kippist allur til af ótta. Þér hefur aldrei á ævinni verið refsað áður. Heima töl- uðu mamma og pabbi alltaf við ykkur systkinin ef ykkur varð eitthvað á. Ennþá eitt sem er öðruvísi en heima. Enn er þó ótalið það sem kemur Garðari oftast og mest á óvart í sveitinni, það eru hug- myndir Guðlaugs húsbónda um stöðu sína. Garðar er sonur verkamanns, og hann er alinn upp á heimili þar sem rætt er um 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.