Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 122
Tímarit Máls og menningar hlutverk verkalýðsfélaga. Hann hleypur frá ölmusu konu í fallegu hvítu húsi uppi i Brekku sem þorir ekki að kaupa af honum blað af þvi hún heldur að hann sé tauga- veikismitberi, en hann og fjölskylda hans borða með gleði kökuna sem Finnur færir þeim þegar hann kemur í heimsókn. Finnur er í stjórn verkalýðsfélagsins og óhræddur við smit. Það er þvt ekki að undra þótt það komi Garðari spánskt fyrir sjónir þegar Jói segir honum að Guðlaugur gefi bóndanum á Höfuðbólinu alltaf vænsta lamb af fjalli á haustin. Og Garðar spyr eins og sá sem ekki veit (19—20); — Af hverju gefur Guðlaugur höfðingjanum lamb, þegar höfðinginn er ríkur? Af hverju gefur hann ekki heldur Guðlaugi lamb? Þú heyrir á Jóa að honum ftnnst þú dálitill kjáni. — Skilurðu þetta ekki, segir hann. Höfðinginn verður svo glaður þegar Guðlaugur gefur honum lambiö. Hann býður honum inn og gefur honum vín í finu glasi, eins og kóngurinn drakk úr. En kóngurinn hefur einu sinni komiö að Höfuðból- inu. Svo segir höfðinginn við Guðlaug að við séum bestu nágrannar sem nokkur bóndi eigi. Það er ekki von að Garðar skilji hvað Guðlaugur fær út úr dekri sínu við yfir- stéttina, enda hættir hann að spyrja. Vera ráðskona sættir sig við hugmyndir Guðlaugs, þó ekki gagnrýnislaust eins og sonur hennar. Henni ftnnst í orði talsvert til þess koma að Guðlaugi skuli hafa verið boðið í stofu á Höfuðbólinu ásamt sýslu- manni og fleiri höfðingjum, en undir niðri hefur hún skömm á undirlægjuhætti hans. Þegar Guðlaugur færir hjónunum á Höfuðbólinu stærsta lambið um haustið með hjálp Garðars, vill ekki betur til en svo að Guðlaugur dettur aftur á bak ofan í moldardrag og fær hrútsa ofan á sig. Það verður að breiða poka undir hann í finu stofunni á Höfuðbólinu áður en hann sest. Svo koma þeir heim (89); Vera kemur á móti ykkur út á hlað- ið. Hún setur upp skelfingarsvip, þegar hún sér moldugan jakka Guðlaugs og vill fara að spyrja hann spjörunum úr. En Guðlaugur vill ekki láta spyrja sig. Hann hefur fataskipti og fer svo út. Veta spyr þig og þú segir henni frá öilu, eins nákvæmlega og þér er unnt. Hún syngur við verkin sín á eftir. Það eru fyrst og fremst þessar óltku hugmyndir i sveit og bæ sem sýna að þrátt fyrir kjöt og egg í sveitinni er ungum verkamannssyni á kreppuárunum lifvæn- legra i kaupstaðnum, þótt þar deyi van- nærð börn úr pestum. í kaupstaðnum er framtíð hans og þar búa líka hugsjónirnar sem áttu eftir að breyta kjörum foreldra Garðars og stéttarsystkina þeirra. Nú hefur lengi verið fjallaö um hug- myndir og boðskap þessarar bókar, en hún er einnig afar vel unnin að listrænu leyti. Still hennar er fáorður og krefst allrar at- hygli lesandans, en hann er líka launfynd- inn. Gott dæmi um orðfæð stílsins voru viðbrögð Veru við óförum Guðlaugs sem sagt var frá áðan, en dæmi um lúmska kimni höfundar er frásögnin af steinoliu- baðinu — sem tengist reynslu söguhetju fyrsta kvöldið (61); 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.