Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 125
Umsagnir um bcekur styður að farsæld og árangri í námi. Nið- urstaða höfundar er þessi: 77.9% þeirra sem fara í háskóla eru við góða geðheilsu, en 6.5% við slæma. Næstum helmingur þeirra, sem ná einungis 1. menntunarstigi, er við slæma geðheilsu. Nálægt 80% barna við slæma geðheilsu ná ekki hærra en að 2. menntunarstigi, en um 50% barna við góða geðheilsu fara hærra en á 2. stig. Mjög fróðleg er hin nákvæma greinar- gerð Sigurjóns um þau börn, sem hverfa úr skóla á ýmsum stigum námsbrautar- innar (tafla 35). Könnuð er fylgni brott- falls úr skóla við ýmsa þætti úr heimilis- högum nemandans og staðfestist þar sú niðurstaða, sem raunar er meginniður- staða rannsóknarinnar allrar, að heimilis- bragur og framar öllu skilningur og örv- andi umhyggja foreldra ráða miklu um gengi barns i skólanámi. Stúlkur eru í meiri hluta meðal brottfallsnemenda, einkum lætur hærri hundraðshlud þeirra sér nægja gagnfræðapróf, en piltar skila sér þeim mun betur í framhaldsnám. Margt af þvi sem höfundur segir um fráhvarf frá skólanámi kom að miklu leyti fram, er hann rakti þá þætti, sem hann telur stuðla að framsækni unglinga til náms; að því leyti sem þann stuðning skortir, aukast likur á ótímabæru fráhvarfi frá skólanámi. Ekki fæ eg varizt þeirri hugsun, að höfundur leggi um of áherzlu á neikvæða þáttinn í „brottfalli" úr skólanámi. Hún á við að vissu marki, en að mínu mati liggja einnig jákvæðar ástæður til þess hjá all- miklum hluta nemenda að hverfa frá al- mennu skólanámi eftir gagnfræðapróf, þ. e. um 16 ára aldur. Þá opnast ung- mennum ýmsar leiðir, sem virðast ekki síður eftirsóknarverðar en áframhaldandi skólaseta. Því fer lika fjarri, að allir sem halda óslitið áfram upp á menntaskóla- stigið láti stjórnast af hreinum menntun- aráhuga; margir berast hugsunarlítið með straumi félaga sinna eða láta metnaðar- gjarna foreldra ýta sér áfram, eins og höf- undur telur að eigi sér oft stað í 5. starfs- stétt. En til einstaklingsbundinna áhuga- hvata nær tölfræðigreining ekki auðveld- lega. Hvernig er háttað hegðun barna í þessum hópi? Árið 1975 höfðu 600 ein- staklingar úr honum náð aldursbilinu 19—25 ára. Nokkrir sálfræðistúdentar könnuðu undir stjórn Sigurjóns, hve margir úr hópnum hefðu gerzt brotlegir við lög samkvæmt skrám sakadómaraem- bættisins. Reyndust þeir vera 108, en vit- anlega voru misferli þeirra misjafnlega alvarleg. Þess ber fyrst að geta, að 492 af 600 voru ekki á sakaská, 90 voru skráð vegna smávægilegs misferlis, en 18 eða 3% vegna alvarlegra og endurtekinna afbrota, 17 karlmenn og 1 kona. Höfundur greinir þessa heildarniðurstöðu á ýmsan hátt og sýnir m. a. á 6 línuritum (bls. 67 — 72) á hvaða aldri börn koma fyrst á sakaskrá og á hvaða aldursskeiði misferli er tíðast. Ennfremur er kannað, við hvers konar fjölskyldugerð börnin höfðu búið i upp- vexti sínum. í Ijós kemur, að þriðja hvert ungmenni þeirra, sem frömdu alvarleg af- brot, hafði alizt upp við rofin fjölskyldu- tengsl; er það miklu tíðara en fram kom hjá hinum hópunum tveim. Ekki skal sú greining rakin nánar hér, enda er hópur- inn með alvarleg afbrot svo fámennur, að frekari tölfræðileg greining hans verður ekki marktæk. Hins ber að geta, að sem heild staðfestir hann niðurstöður erlendra 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.