Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 128
Tímarit Máls og menningar barni er hún í vexti, en hann er ekki óháður umhverfinu og því er forspárgildi greindarvísitalna ávallt skilyrt, þ. e. að heilsufar og aðbúð barnsins taki ekki rót- tækum breytingum. Reynslan bendir sterklega til þess, að greindarvísitala hafi alltraust forspárgildi fyrir árangur í námi, eins og Sigurjón ályktar (bls. 119—120). Þvi fer þó fjarri, að greindin ein ráði námsárangri. Viðhorf nemandans sjálfs og foreldra hans skipta þar einnig miklu máli. Höfundur kannar þetta nú að nýju hjá börnum fyrrgreindra starfsstétta. Bæði á barna- og unglingaprófi kemur greinilega fram að börn úr efri stéttum ná hæstu einkunn miklu oftar en vænta mætti samkvæmt hlutfalli þeirra í samfélags- heildinni, en börn úr lægri stéttum lenda að sama skapi á lágu einkunnabili. Höf- undur dregur athuganir sínar saman á þessa leið: „Um helmingur allra þeirra barna, sem fá einkunn 9—10 (á ungl- ingaprófi) eru úr 6. stétt, upp undir það þrisvar sinnum fleiri en úr 1., 2. og 3. stétt samanlögðum." Á einkunnabilinu 8—9 eru 6. stéttar börnin einnig flest, um fimm sinnum fleiri en úr 1. stétt. Samsvarandi munur kemur fram, þegar litið er á lægri einkunnabilin (135). Hér við bætist, að á barnaprófi eru það einkum telpur, sem raða sér á efstu þrep einkunnastigans; sá munur breytist þó á unglingaprófi og bera drengir 6. stéttar þar hærra hlut. Þessar niðurstöður reynir höfundur að skýra á ýmsan veg, en aðeins einnar dlgátu hans skal getið hér: „Það er erfitt and- spænis þessum niðurstöðum að bægja frá þeim grun, að skólinn kunni að eiga ein- hverja aðild að þessum mikla og vaxandi mun.“ (137). Þetta sé þó aðeins grunur, sem ekki verði staðfestur að svo stöddu. Eigi að síður sé það alkunn staðreynd, að æðra nám sé einskonar „sía“, sem skilji úr og hafni þeim, sem minna mega sín. Mér virðist bókarhöfundur hafa leitt margvísleg rök að því, að börn lítt menntaðra foreldra alist upp við krappari kjör, bæði efnahagslega og menningar- lega. Hjá þeim eru geðveilur og misferli tíðari en almennt gerist og miklu tíðari en hjá hástéttarbörnum. Foreldrar þeirra hafa tiðum óljósan skilning á gildi menntunar fram yfir lögboðið lágmark, enda hafa þeir ekki notið þess sjálfir. Mörgum er af þeim sökum ekki tamt að veita börnum sínum þann örvandi stuðning á námsbrautinni, sem menntuðum foreldrum er nærtækara. Höfundur ver síðustu blaðsíðum þessa langa kafla til að skýra þennan aðstöðu- mun, en niðurstaðan er tvíræð: „ Upp- eldisviðhorf er eins konar hvati, sem stýrir barninu á mismunandi vegu eftir skóla- kerfinu og skólakerfið sjálft tekur undir þessa stýringu í stað þess að vinna gegn henni“(153). Framsetning höfundar á efni þessa rits er framar öllu tölfræðileg. Bókin gerir þvi nokkrar kröfur til lesenda, sem vilja hafa full not af henni, og er því svo farið um flest vísindarit. Að mínu áiiti hefir höf- undur þó látið heillast um of af tölfræð- inni. Vitanlega túlkar hann talnaraðir og dálka í venjulegu lesmáli, svo að allt má teljast skýrt og ljóst. Þessi tvíþætta fram- setning veldur óhjákvæmilega endur- tekningum, sem einkum ber á í síðari hluta ritsins (VI. kafla), þar sem niður- stöður upphafsrannsóknarinnar eru töl- fræðilega greindar út frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Sigurjón fylgir hér framsetn- 246
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.