Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Síða 129
Umsagnir um bœkur
ingarhætti, sem hefir breiðzt ört út meðal
sálfræðinga, síðan tölvan kom til skjal-
anna. Það er skiljanlegt, að vísindamenn
taki fegins hendi tölfræðilegum aðferðum
við túlkun rannsókna sinna, þar sem þær
eiga við og tölvan getur leyst þá undan
miklu og tímafreku erfiði. Samt má það
ekki gleymast, að vandinn felst ekki í út-
reikningunum, heldur i yfirfærslu sál-
rænna staðreynda á talnaform. En ekki er
allt sálrænt ástand, sem við þykjumst
skynja, jafn vel fallið til vélrænnar töl-
fræðigreiningar, t. d. tilfmningasamband
móður við barn sitt. Annars getur vafi
sálfrasðilegra álvktana dulizt bak við ná-
kvæmni talnanna.
Þessar ábendingar mínar mega ekki
skyggja á það, að bók Sigurjóns flytur
okkur mikla nýstárlega þekking. Hún á
brýnt erindi til allra þeirra, sem láta sig
uppeldiskjör barna einhverju varða, bæði
foreldra og kennara. Höfundur sýnir með
sterkum rökum, að leiðin til menntunar
stendur ekki öllum unglingum jafn opin í
raun, þótt svo eigi að heita. Stéttaskipting
þjóðfélagsins verður varla afmáð, að
minnsta kosti er það ekki á valdi skólans.
En hann hefir tök á og honum ber að
draga sem mest úr þeirri mismunun, sem
hún veldur, svo að hvert barn fái að njóta
hæfileika sinna og þroska þá í námi, i
hvaða stétt sem foreldrar þeirra standa.
Um það er bók Sigurjóns Björnssonar þörf
og vonandi áhrifarík áminning. Fram-
sæknir skólamenn og ungir kennarar, sem
nú fá menntun sína hér á landi við tvo
háskóla, þurfa að kynna sér rannsóknar-
niðurstöður hans rækilega.
Frágangur bókarinnar er vandaður,
töflum og línuritum haganlega skipað i
texta. Prentvillur eru fáar að því er eg gat
séð án þess að leita þeirra. Eg rakst á innan
við 10 stafvillur, sem leiðréttast í lestri.
Hér skal þó bent á bls 21, þar sem er
meinleg tvitekning og bls. 73,9. 1. a. o. þar
sem lesanda er vísað á mynd 4, en á að
heita mynd 2. í töflunum eru stafvillur
ekki auðsénar, en eflaust má treysta vand-
virkni höfundar, að þær hafi verið svo
vandlega lesnar, að þar standi allt stafrétt.
Bókin er höfundi og útgefanda til hins
mesta sóma.
Matthías Jónasson.
Athugasemd — og svar
í bréfi sem útgáfunni hefur borist frá
Gunnari Stefánssyni er beðið um að eftir-
farandi athugasemd sé birt í Tímaritinu.
„I fyrsta bindi ritsafns Jóhanns Sigur-
jónssonar sem Mál og menning gaf út
1980 segir svo í formála umsjónarmanns,
Atla Rafns Kristinssonar, þar sem hann
gerirgrein fyrir bréfum Jóhanns (bls. 10):
„Ekki hefur tekist að hafa upp á sumum
bréfa Jóhanns sem sannanlega voru varð-
veitt til skamms tíma, svo sem bréfum til
móður skáldsins og Þórðar Sveinssonar
yfirlæknis." Vegna þessara orða skal les-
endum ritsafnsins á það bent að sam-
kvæmt frásögn sonarsonar Þórðar eru sex
bréf Jóhanns til hans varðveitt og hafa þau
öll verið prentuð. Sjá Hrafn Gunnlaugs-
son: Merkasta skólaskáldið. Æskuljóðjó-
hanns Sigurjónssonar og nokkur kunn-
ingjabréf. Samvinnan, 6,1969, bls. 56—59.
I greininni eru tekin upp nokkur ljóð
Jóhanns úr skólablaðinu Stella nova, sem
247