Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 18
Tímarit Máls og menningar Marx. I ritum hans má finna staðhæfingar þess efnis, að það sé ófrávíkjanleg regla, að til að koma á sósíalisma þurfi valdbeitingu, og á hinn bóginn staðhæfingar, sem sósíalistar nú myndu kalla oftrú á þingræðisleiðinni. Menn geta síðan endalaust deilt um hina „réttu“ meiningu í ritum Marx. Það er hins vegar staðreynd, að Marx lét frá sér hluti, sem hægt er að túlka sem stuðning við hvora skoðunina um sig. Þá er komið að hlutverki verkalýðsins og samtaka hans. Marx lét ýmislegt frá sér fara um verkalýðsfélögin og hin pólitísku samtök verkalýðsins. I ritum hans fá þó verkalýðsfélögin meiri áherslu en flokkarnir. Ymsir hafa á seinni tímum viljað túlka þessa áherslu sem svo, að Marx hafi verið of bjartsýnn á þá möguleika, er verkalýðsfélögin hafa sem samtök verkalýðs- ins. Að mati Marx höfðu verkalýðshreyfingin og verkalýðsfélögin þann höfuðkost, að þau þróa samvitund verkalýðsstéttarinnar og geta sameinað hana til baráttu. Þess utan eiga verkalýðsfélögin sínar rætur í andstæðum launavinnu og auðmagns, þ. e. þau eru nátengd þeim andstæðum, sem kapítalískt þjóðfélag nærist á. I ræðu einni varar Marx verkalýðsfélögin við að tengjast stjórnmálaflokkum, því, eins og hann orðar það, flokkarnir geta tryggt sér hollustu verkalýðsins um stundarsakir, en höfuðsamtök verka- lýðsins hljóta ávallt að vera verkalýðsfélögin. Þau eru hinn varanlegi grunnur hreyfingarinnar. Margir flokkskenningarmenn veifa Kommúnistaávarpinu, er þeir útmála dýrð flokksins, og segja sem svo, að hér standi svart á hvítu, að Kommún- istaflokkurinn sé flokkur verkalýðsins. Þetta er ákaflega einkennileg túlkun á ritinu, því þar segir, að kommúnistar myndi ekki sérstakan flokk gagnvart öðrum flokkum verkalýðsins. I Kommúnistaávarpinu kemur skýrt fram, að með kommúnistum á Marx ekki við sérstök pólitísk samtök, er leggja megináherslu á að gæta sjálfstæðis gagnvart öðrum samtökum. Hann lagði þá merkingu í orðið kommúnisti, að þar færi maður, er aðhylltist ákveðnar hugmyndir — byltingarhugmyndir. Hann hafði hins vegar ekki fastmótaðar hugmyndir um það, hvort þessi byltingarsinni ætti að sameinast skoðana- systkinum sínum í sérstökum flokki. Niðurstaðan af rýni í þau skrif Marx, er hafa frá einhverju að segja um verkalýðsfélög og -flokk er sú, að verkalýðsfélögin skipa þar stóran sess, því að á grundvelli verkalýðsbaráttunnar er unnt að varðveita sjálfstæði stéttar- innar. Hins vegar ber að geta þess, að Marx taldi baráttu verkalýðsfélaganna ganga alltof skammt. Þess vegna þyrfti einnig að koma til skipulögð pólitísk starfsemi. Verkalýðsfélögunum hættir til að fást einkum við afleiðingar auðvaldsskipulagsins, en ekki orsakir, eins og hann orðaði það. Að endingu vil ég draga þá ályktun, að hugmyndir Marx eigi við okkur erindi — enn í dag sem endranær. A síðustu árum hefur farið fram mikil 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.