Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 49
Helga Kress Aukþess er orðið „clincher-roof“ (súð) flestum enskumælandi mönnum framandi og býr alls ekki yfir sömu tilfinningahleðslu og íslenska orðið. Svipaða sögu er að segja um ýmsar fleiri aðfinnslur Helgu Kress, þó síst komi mér til hugar að vísa þeim öllum á bug. Mér er manna ljósast sjálfum að margt hefði mátt fara betur og vildi feginn vera gæddur þeirri snilligáfu, að ekki þyrfti að verkum mínum að finna. En þarsem því er ekki að heilsa hef ég orðið að tjalda því sem til var og láta skeika að sköpuðu. Fjarri sé mér að biðjast undan gagnrýni. Hún má vera óvægin ef því er að skipta. En hversvegna þarf endilega að kasta barninu með baðvatninu? Fyrir tæpum þremur árum kom út stórt og metnaðarfullt bók- menntarit í Bandaríkjunum, International Portland Review 1980, þar- sem birt voru á rúmum 500 síðum ljóð frá 60 löndum, bæði á frummáli og í enskri þýðingu. Fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins sendi ég ritstjóranum ein 15 ljóð sem ég hafði þýtt og voru 7 þeirra valin í ritið: tvö eftir Stefán Hörð Grímsson, eitt eftir hvern hinna: Hannes Sigfús- son, Jón Oskar, Hannes Pétursson, Porstein frá Hamri og sjálfan mig. Ritstjórinn, Cindy Ragland, skrifaði mér í bréfi eftir að ég hafði sent henni þýðingarnar, „The Icelandic poetry you sent us is indeed some of the best poetry I have read in a long time.“ Má vera að velvild og kurteisi hafi átt einhvern þátt í svo lofsamlegum ummælum, en nokkuð var það að í ritinu birtust 7 ljóð frá Islandi, 16 frá Danmörku, 13 frá Finnlandi, 5 frá Noregi og 12 frá Svíþjóð. Þykir mér við mega vel við það hlutfall una. Til að fullgera myndina er ástæða til að geta þess, að eitt virtasta bókmenntatímarit í Evrópu, Modern Poetry in Translation, sem gefið er út í Lundúnum, helgaði eitt hefti sitt (nr. 30 1977) íslenskri ljóðlist og birti ljóð eftir ellefu skáld í minni þýðingu. Meðal ritnefndarmanna eru skáld og bókmenntamenn á borð við A. Alvarez, Michael Hamburger, Christopher Middleton, Alan Sillitoe, George Steiner og Charles Tom- linson. Sömuleiðis helgaði bandaríska ljóðatímaritið Micromegas, sem ljóðskáldið Fred Will ritstýrir, allt þriðja hefti sitt 1977 íslenskri ljóðlist og birti ljóð eftir tíu skáld í minni þýðingu. Þessa get ég einungis til að leggja áherslu á að viðleitni mín við að koma íslenskri ljóðlist á framfæri í enskumælandi löndum hefur borið umtalsverðan árangur, og er mér ekki kunnugt um aðra sem skilað hafi betri árangri á þeim vettvangi. Þessvegna þykir mér eilítið kaldhæðið að umsögn Helgu Kress skuli vera svotil einu hérlendu viðbrögðin við framtaki mínu. Eg vil að endingu taka fram að viðtölin, sem dr. Evelyn S. Firchow 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.