Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 19
Hugmyndir Marx um lýdrœði og sósíalisma
endurnýjun sósíalískra hugmynda, og rit Marx eru lesin af meira kappi en
nokkru sinni áður. Þeirri hugmyndalegu kreppu, sem kenningar Marx hafa
verð hnepptar í, er lokið á Vesturlöndum. Marxisminn er nú miklu nær því
að vera hugmyndafræðilegur hvati manna sem vilja andæfa kapítalismanum
en oft áður. I þessu felst hins vegar sú þversögn, að sósíalísk barátta okkar
verður sífellt fjarskyldari því hugmynda- og valdakerfi, sem afskræmt hefur
marxismann og beitt hefur hugmyndum Marx sem kúgunartæki — beitt
þeim til að halda aftur af baráttu vinnandi stétta. Þetta höfum við fyrir
augunum í Póllandi, þar sem pólskir stúdentar halda á lofti þeirri kröfu, að
marxísk innræting verði afnumin í skólum landsins. Sú innræting á hins
vegar lítið skylt við þann marxisma, er ég hef hér fjallað nokkuð um.
1) Greinin er í öllum meginatriðum byggð á erindi, sem flutt var í byrjun árs 1981 á
fundi Alþýðubandalagsfélagsins i Reykjavík í fundarröð þess um starf og stefnu
Alþýðubandalagsins. Eg þakka Auði Styrkársdóttur, Ingólfi V. Gíslasyni og Ólafi
Þ. Harðarsyni fyrir gagnlegar ábendingar við frágang erindisins til prentunar, þó að
þau beri að sjálfsögðu enga ábyrgð á innihaldinu.
Rétt er að nefna helstu heimildir, sem stuðst cr við:
Umfjöllun Marx um frjálshyggjuna er m. a. að finna í „On the Jewish Question“ í
Early Writings (Penguin Books, 1974). Marx ræðir mikið um stjórnmál og ríkisvald í
„Stéttabaráttan í Frakklandi 1848 — 1850“, „Átjándi Brumaire Lúðvíks Bónaparte"
og „Borgarastríðið í Frakklandi". Þessi verk eru í Úrvalsritum, I. bindi (Heims-
kringla, 1968).
I „Kommúnistaávarpinu" (Úrvalsrit, II. bindi) og „ Athugasemdum við stefnuskrá
þýska verkamannaflokksins" (Úrvalsrit, II. bindi) segir Marx, að öreigarnir verði að
gera vopnaða byltingu. í „Instructions for Delegates to the Geneva Congress“,
„Speech on the Hague Congress" og „The Curtain raised" í ritinu The First
lntemational and After (Penguin Books, 1974) gerir Marx ráð fyrir, að öreigabylt-
mgin geti orðið með friðsamlegum hætti og í greininni „The Chartists" í Surveys
from Exile (Penguin Books, 1973) er að finna afdráttarlausar fullyrðingar um, að
almennur kosningaréttur tryggi verkalýðnum þjóðfélagsleg völd.
Hugmyndir Marx um verkalýðsfélög er helst að finna í „Kommúnistaávarpinu",
„Laun, verð og gróði" (í Úrvalsritum I. bindi), „Instructions to the Delegates to the
Geneva Congress“, í ritinu The Poverty of Philosophy (Progress Publishers, 1955,
bls. 144 — 152) og í Capital, Vol. I (Penguin Books, 1976, t. d. bls. 793 og 1069 — 71).
Ræðu Marx, þar sem hann segir að verkalýðsfélög eigi ekki að tengjast stjórnmála-
flokkum, má lesa að hluta í bók David McLellan, The Thought of Karl Marx
(MacMillan, 1971, bls. 175-76).
Til staðfestingar því sem í greininni segir um túlkun flokkskenningarmanna á
Kommúnistaávarpinu má m. a. vitna í eftirfarandi:
tmm II
137