Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 19
Hugmyndir Marx um lýdrœði og sósíalisma endurnýjun sósíalískra hugmynda, og rit Marx eru lesin af meira kappi en nokkru sinni áður. Þeirri hugmyndalegu kreppu, sem kenningar Marx hafa verð hnepptar í, er lokið á Vesturlöndum. Marxisminn er nú miklu nær því að vera hugmyndafræðilegur hvati manna sem vilja andæfa kapítalismanum en oft áður. I þessu felst hins vegar sú þversögn, að sósíalísk barátta okkar verður sífellt fjarskyldari því hugmynda- og valdakerfi, sem afskræmt hefur marxismann og beitt hefur hugmyndum Marx sem kúgunartæki — beitt þeim til að halda aftur af baráttu vinnandi stétta. Þetta höfum við fyrir augunum í Póllandi, þar sem pólskir stúdentar halda á lofti þeirri kröfu, að marxísk innræting verði afnumin í skólum landsins. Sú innræting á hins vegar lítið skylt við þann marxisma, er ég hef hér fjallað nokkuð um. 1) Greinin er í öllum meginatriðum byggð á erindi, sem flutt var í byrjun árs 1981 á fundi Alþýðubandalagsfélagsins i Reykjavík í fundarröð þess um starf og stefnu Alþýðubandalagsins. Eg þakka Auði Styrkársdóttur, Ingólfi V. Gíslasyni og Ólafi Þ. Harðarsyni fyrir gagnlegar ábendingar við frágang erindisins til prentunar, þó að þau beri að sjálfsögðu enga ábyrgð á innihaldinu. Rétt er að nefna helstu heimildir, sem stuðst cr við: Umfjöllun Marx um frjálshyggjuna er m. a. að finna í „On the Jewish Question“ í Early Writings (Penguin Books, 1974). Marx ræðir mikið um stjórnmál og ríkisvald í „Stéttabaráttan í Frakklandi 1848 — 1850“, „Átjándi Brumaire Lúðvíks Bónaparte" og „Borgarastríðið í Frakklandi". Þessi verk eru í Úrvalsritum, I. bindi (Heims- kringla, 1968). I „Kommúnistaávarpinu" (Úrvalsrit, II. bindi) og „ Athugasemdum við stefnuskrá þýska verkamannaflokksins" (Úrvalsrit, II. bindi) segir Marx, að öreigarnir verði að gera vopnaða byltingu. í „Instructions for Delegates to the Geneva Congress“, „Speech on the Hague Congress" og „The Curtain raised" í ritinu The First lntemational and After (Penguin Books, 1974) gerir Marx ráð fyrir, að öreigabylt- mgin geti orðið með friðsamlegum hætti og í greininni „The Chartists" í Surveys from Exile (Penguin Books, 1973) er að finna afdráttarlausar fullyrðingar um, að almennur kosningaréttur tryggi verkalýðnum þjóðfélagsleg völd. Hugmyndir Marx um verkalýðsfélög er helst að finna í „Kommúnistaávarpinu", „Laun, verð og gróði" (í Úrvalsritum I. bindi), „Instructions to the Delegates to the Geneva Congress“, í ritinu The Poverty of Philosophy (Progress Publishers, 1955, bls. 144 — 152) og í Capital, Vol. I (Penguin Books, 1976, t. d. bls. 793 og 1069 — 71). Ræðu Marx, þar sem hann segir að verkalýðsfélög eigi ekki að tengjast stjórnmála- flokkum, má lesa að hluta í bók David McLellan, The Thought of Karl Marx (MacMillan, 1971, bls. 175-76). Til staðfestingar því sem í greininni segir um túlkun flokkskenningarmanna á Kommúnistaávarpinu má m. a. vitna í eftirfarandi: tmm II 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.